Myndasafn
Vélasalur Tölvudeildar Landsbankans um 1980. Útstöð, prentari, miðeining. Við útstöðina situr Erna Jónsdóttir.
Reiknistofnun Háskólans
Þórhallur M. Einarsson tæknimaður hjá IBM t.v. og Helgi Sigvaldason fylgjast með þegar tekið er utan af 1620 tölvu Raunvísindastofnunar árið 1964. Þessi tölva markar upphaf tölvualdar á Íslandi. (Magnús Guðmundsson, skjalavörður Háskóla Íslands)
Þórhallur M. Einarsson tæknimaður hjá IBM, Ragnar Ingimarsson verkfræðingur, Helgi Sigvaldason verkfræðingur, Oddur Benediktsson verkfræðingur og Magnús Magnússon prófessor við rafreikninn sem kominn er á sinn stað í Raunvísindastofnun í desember 1964. (Magnús Guðmundsson, skjalavörður Háskóla Íslands)
Skýrsluvélar
Áki Pétursson (1913-1970) að störfum á Tjarnargötuárum, 1952-1958, Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar. (Óttar Kjartansson)
Í vélasal Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar á Tjarnargötuárunun (1952-1957). Guðmundur Sveinsson (t.v.) og Óttar Kjartansson standa við röðunarvél, IBM 080. Nær á myndinni er samraðari IBM 077. Líkast til er það Hilmar H. Grímsson, innheimtugjaldkeri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem snýr baki í myndavélina. (Mynd úr fórum Óttars Kjartanssonar)
Í vélasal Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar 1961. Þekkja má frá vinstri talið: Jón Zophoníasson, Magnús Sigurðsson, Jóhann Gunnarsson, Ebenezer Þ. S. Sturluson og Bjarna P. Jónasson forstjóra. (Óttar Kjartansson)