Skip to main content

Skráning í Ský

Ský er félag fyrir fólk og fyrirtæki í upplýsingatækni og geta allir skráð sig í félagið sem áhuga hafa á eða starfa við upplýsingatækni. Félagið er óháður félagsskapur sem er rekin án hagnaðarmarkmiða (e. non-profit). Einn helsti tilgangur Ský er að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni. Félagið býr yfir fjölmennu tengslaneti og heldur árlega milli 25-30 viðburði um það sem hæst ber í tæknigeiranum hverju sinni. Stærsti viðburður Ský er UTmessan, ráðstefna og sýning fyrir almenning. Félagið veitir UT-verðlaunin árlega, heldur úti UT hlaðvarpi Ský og stendur fyrir fjölda annarra verkefna tengda tæknigeiranum. 

Árgjöld fylgja almanaksárinu og eru rukkuð eftir aðalfund í febrúar ár hvert. Aðalfundur ákveður félagsgjald og má gera  ráð fyrir að hækkanir milli ára séu í takt við verðlagsþróun. Gildir félagar eru þeir sem greiða árgjöldin og skilyrði fyrir afsláttum á viðburði að félagsgjald þess almanaksárs sé greitt. 

Hægt er að velja um tvær leiðir til að skrá sig í Ský, þ.e. annars vegar á vegum fyrirtækis og hins vegar á eigin vegum. Í báðum tilfellum er félagsaðild skráð á nafn þess einstaklings sem vill verða félagsmaður hvort sem hann greiðir sjálfur eða fyrirtækið (þ.e. fyrirtæki og stofnanir geta ekki verið félagsmenn). Aðildin er því á einstaklinginn sem er skráður og fylgir honum þó viðkomandi skipti um starf.  Ef þú vilt breyta skráningunni þinni á einhvern hátt svo sem skrá þig í eða úr faghópum, annan greiðanda eða úr Ský þarf að senda tölvupóst á sky@sky.is og við breytum skráningunni þinni um hæl. Nánari upplýsingar um verðskrá Ský

Fylltu út formið til að skrá þig í Ský!

Nafn þátttakanda verður að vera skráð
(Name of participant must be registered)
Kennitala verður að vera 10 tölustafir án bandstriks og vera gild kennitala
(Icelandic Social Sec. number must be registered and valid - 10 digits without hyphens)
Netfang er ekki gilt
(Email address not valid)












Invalid Input
Nafn greiðanda/fyrirtækis verður að vera skráð
(Name of payer/company missing)
Kennitala greiðanda/fyrirtækis verður að vera 10 tölustafir án bandstriks og vera gild kennitala
(Payer/company Icelandic Social Sec. Number must be valid and 10 digits without hyphens)
Invalid Input

Allir sem skrá sig í Ský fara sjálfkrafa á póstlista félagsins og fara flestöll samskipti fram í gegnum tölvupósta. Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að senda tölvupóst á sky@sky.is eða ýta á AFSKRÁ neðst í póstum frá Ský.

 

Félagsgjöld 2024

Verðskrá

Fyrirtækjaaðild
(á nafn starfsmanns):

  -  fyrsti félagi    37.900 kr. 
  -  aðrir eftir það 9.400 kr.

Einstaklingsaðild:
  -  á eigin vegum 9.400 kr.
  -  utan vinnumarkaðar 0 kr.

→ Verðskrá Ský