Skráning í Ský
Ský er félag fyrir fólk og fyrirtæki í upplýsingatækni og geta allir skráð sig í félagið sem áhuga hafa á eða starfa við upplýsingatækni. Félagið er óháður félagsskapur sem er rekin án hagnaðarmarkmiða (e. non-profit). Einn helsti tilgangur Ský er að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni. Félagið býr yfir fjölmennu tengslaneti og heldur árlega milli 25-30 viðburði um það sem hæst ber í tæknigeiranum hverju sinni. Stærsti viðburður Ský er UTmessan, ráðstefna og sýning fyrir almenning. Félagið veitir UT-verðlaunin árlega, heldur úti UT hlaðvarpi Ský og stendur fyrir fjölda annarra verkefna tengda tæknigeiranum.
Árgjöld fylgja almanaksárinu og eru rukkuð eftir aðalfund í febrúar ár hvert. Aðalfundur ákveður félagsgjald og má gera ráð fyrir að hækkanir milli ára séu í takt við verðlagsþróun. Gildir félagar eru þeir sem greiða árgjöldin og skilyrði fyrir afsláttum á viðburði að félagsgjald þess almanaksárs sé greitt.
Hægt er að velja um tvær leiðir til að skrá sig í Ský, þ.e. annars vegar á vegum fyrirtækis og hins vegar á eigin vegum. Í báðum tilfellum er félagsaðild skráð á nafn þess einstaklings sem vill verða félagsmaður hvort sem hann greiðir sjálfur eða fyrirtækið (þ.e. fyrirtæki og stofnanir geta ekki verið félagsmenn). Aðildin er því á einstaklinginn sem er skráður og fylgir honum þó viðkomandi skipti um starf. Ef þú vilt breyta skráningunni þinni á einhvern hátt svo sem skrá þig í eða úr faghópum, annan greiðanda eða úr Ský þarf að senda tölvupóst á sky@sky.is og við breytum skráningunni þinni um hæl. Nánari upplýsingar um verðskrá Ský
Fylltu út formið til að skrá þig í Ský!
Allir sem skrá sig í Ský fara sjálfkrafa á póstlista félagsins og fara flestöll samskipti fram í gegnum tölvupósta. Hægt er að afskrá sig af póstlistanum hvenær sem er með því að senda tölvupóst á sky@sky.is eða ýta á AFSKRÁ neðst í póstum frá Ský.
Félagsgjöld 2024
Fyrirtækjaaðild
(á nafn starfsmanns):
- fyrsti félagi 37.900 kr.
- aðrir eftir það 9.400 kr.
Einstaklingsaðild:
- á eigin vegum 9.400 kr.
- utan vinnumarkaðar 0 kr.