Annálar fram að 1961
Fram til 1961
- 1914
- Hagstofa Íslands byrjar að nota handknúnar reiknivélar við hagskýrslugerð.
- 1926
- Rafmagnsveita Reykjavíkur tekur í notkun rafknúna reikningaútskriftarvél frá firmanu Burroughs í Bandaríkjunum.
- 1947
- Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, semur við norðurlandafulltrúa IBM-félagins í New York um að fá hingað til lands afkastamiklar skýrslugerðarvélar (gataspjaldavélar).
- 1949
- Hagstofa Íslands tekur í notkun skýrslugerðarvélar (gataspjaldavélar) frá IBM.
- Rafmagnsveita Reykjavíkur pantar Hollerith-kerfi (IBM gataspjaldavélar) en gjaldeyrisheimild fyrir innflutningi fékkst ekki.
- 1950
- Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir og síðar landlæknir leggur til að Rafmagnsveita Reykjavíkur, Hagstofa Íslands og Heilsuverndarstöð ríkisins hafi með sér samvinnu um að fá hingað til lands vélasamstæðu (gataspjaldavélar).
- 1952
- Hagstofa Íslands og Rafmagnsveita Reykjavíkur hefja starfsemi Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar (Skýrr).
- Hafin var gerð vélskrár yfir alla landsmenn – þjóðskrár. Þjóðskráin var byggð á aðalmanntalinu 1950 og sérstöku manntali sem tekið var um allt land 16. október 1952.
- 1954
- Nýstofnuð þjóðskrá notuð í fyrsta skipti við áritun skattframtalseyðublaða og álagningu gjalda í Reykjavík.
- 1957
- Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar flytja úr liðlega 30 m² húsnæði í Tjarnargötu 12 í um 160 m² húsnæði að Skúlagötu 59.
- 1958
- Prentsmiðjan Oddi hf. hefur, fyrst prentsmiðja hér á landi, prentun samhangandi pappírs eða "harmoníkuforms", síðar almennt nefnt tölvupappír.
- 1960
- Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar ráða "raunverulegan" forstjóra, Bjarna P. Jónasson. Fram að því hafði Áki Pétursson, lánaður úr starfi hjá Hagstofu Íslands, haft umsjón með rekstrinum.