Skip to main content

Hugbúnaðarráðstefna

Skýrslutæknifélagið mun halda sína árlegu ráðstefnu um hugbúnaðargerð
Fimmtudaginn 20. nóvember,
Engjateig 9, Reykjavík frá klukkan 13:00-16:15

Tími tækifæra – Hugbúnaður í nýsköpun

Ský stendur fyrir ráðstefnu um möguleika nýsköpunar í hugbúnaðargeiranum, nýjungar í aðferðarfræði
sem verður haldin að Engjateig 9  fimmtudaginn 20. nóvember 2008
frá kl. 13:00-16:15

Sem aldrei fyrr er þörf á fjölbreytni og nýjum tækifærum í atvinnulífinu. Upplýsingatækni er kjörinn vettvangur fyrir nýsköpun m.a. vegna þess að efniskostnaður þarf ekki að vera mikill og leiðin til markaðarins getur verið bein og kostnaðarlítil. Á þessari ráðstefnu verður fjallað um tækifærin sem felast í hugbúnaðargerð, með áherslu á nýjungar í aðferðarfræði og þróunarumhverfi sem sérstaklega styðja við lítil fyrirtæki og þá, sem ekki geta kostað miklu til. Sjónum verður beint að nýrri og spennandi þjónustu á netinu og í símum. Nokkur verðlaunuð nýsköpunarfyrirtæki, sem eru við það að markaðsetja vöru sína, kynna afurðir sínar. Niðurstöður áhugaverðra þróunar- og rannsóknaverkefna á sviði hugbúnaðargerðar verða krufnar.

Reynt verður að svara þessum spurningum:
•       Hvaða þróunarumhverfi standa litlum fyrirtækjum til boða?
•       Hvernig sú aðferð er valin, sem best fellur að smáum verkefnum sem stórum?
•       Hvaða leiðir til hagkvæmrar markaðssetningar eru vænlegar?

Dagskrá:

12:45   Skráning þátttakenda
13:00   Ráðstefnustjóri opnar ráðstefnuna
13:05 “Þróunarumhverfi CCP” Sigurlína V. Ingvarsdóttir frá CCP, sjá glærur
13:25 “Þróunarumhverfi fyrir símalausnir” Birkir Marteinsson frá Amivox, sjá glærur
13:45 “Smettiskrudda (Facebook) – Umhverfi og tækifæri”, Fannar Freyr Jónsson og Jón Dal Kristbjörnsson hjá io ehf., sjá glærur
14:05 “Er opinn hugbúnaður mótsvar við niðursveiflu? ” Pétur Ágústsson frá TM Software, sjá glærur
14:25   Kaffihlé
14:45 “Hugbúnaður sem þjónusta (SaaS) - Hugtök og útfærsla”  Ólafur Gauti Guðmundsson frá RendezView, sjá glærur
15:05
  Þrjú af efstu sprotafyrirtækjunum í “Frumkvöðlakeppni Innovit 2008“ kynna fyrirtækin sín
    
15:05 Eff2 technologies, sjá glærur
     15:20 Clara, sjá glærur
     15:35 Tunerific, sjá glærur
15:50   Samantekt ráðstefnustjóra og spurningar  
16:10   Ráðstefnu slitið

Ráðstefnustjóri er Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri og rekstrarstj. frumkvöðlaseturs Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Í undirbúningsnefnd eru:
Ebba Hvannberg, Hannes Högni Vilhjálmsson, Ólafur Gauti Guðmundsson og Sigrún Gunnarsdóttir

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky@sky.is eða hringja í síma 553 2460

ATH. lækkað verð
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 9.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 13.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis er 2.000 kr.

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky@sky.is eða hringja í síma 553 2460




  • 20. nóvember 2008