Skip to main content

Á leið heim! Örnámskeið

CRM örnámskeið
         á leið heim úr vinnu!


Fimmtudaginn 6. nóvember kl. 16:30 – 18:00 ætlar SKÝ að standa fyrir stuttu örnámskeiði í CRM fyrir félaga sem vilja fá hnitmiðaða kynningu á CRM en hafa lítinn tíma. Örnámskeiðið verður haldið að Engjateigi 9 í salnum á neðstu hæð.

Hvað er CRM? Er það í þínu fyrirtæki? Hvernig getur þú nýtt þér það?
Nú er tækifæri fyrir þig að kynnast CRM. Vertu með í því sem allir eru að tala um og skráðu þig á örnámskeið hjá Ský. 
Skráðu þig núna með því að senda póst á sky@sky.is eða að hringja í síma 553 2460.  Ekki missa af þessu.

Dagskrá:

16:30 Hvað er CRM? sjá glærur
16:45 Innleiðing
17:00 Sölutækni
17:15 Markaðshluti CRM
17:30 Samantekt
17:40 Spurningar og umræður
18:00 Námsskeiði slitið
Leiðbeinendur eru Bjarmi Guðlaugsson frá Skýrr viðskiptalausnum og Elín Gränz verkefnisstjóri hjá Opnum kerfum hf.

Í undirbúningsnefnd eru:
Sigrún Gunnarsdóttir og Bjarni Sigurðsson úr stjórn Ský

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er kr. 2.500
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er kr. 3.500
Þátttökugjald fyrir námsmenn er kr. 1.000 við framvísun námsskírteinis


  • 6. nóvember 2008