Skip to main content

Fundur um öryggismál

Rekstraröryggi og stjórnun rekstrarsamfellu
Hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík
þriðjudaginn 19. febrúar 2008
Kl. 12:00 - 14:00

Á hádegisfundi Ský á Grand Hótel verður fjallað um faglega rekstrarstjórnun með beitingu staðla til að ná fram rekstraröryggi og til að tryggja samfelldan rekstur. Aukin alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja og krafan um fylgni við erlenda staðla er hvati og jafnvel krafa fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir að tileinka sér stjórnun með stöðlum. Á fundinum munu íslenskir sérfræðingar á þessu sviði fjalla um þátt staðla í í nútíma stjórnun.

Dagskrá

12:00 Skráning fundargesta
12:15 Setning fundarins og hádegisverður borinn fram
12:30 Stjórnkerfi fyrir rekstrarsamfellu BS 25999
Hvað hefur BS 25999 umfram þau stjórnkerfi sem áður hefur verið beitt?
Árni H. Kristinsson, fulltrúi BSI Management Systems
13:00 Stjórnkerfi upplýsingaöryggis ISO/IEC 27001
Helstu styrkleikar slíkra stjórnkerfa og beiting þeirra til að ná rekstrarsamfellu.
Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika ehf.
13:25 Þjónustustjórnun í upplýsingatækni – ISO/IEC 20000
Helstu styrkleikar stjórnkerfa fyrir upplýsingatækniþjónustu og beiting þeirra til að ná rekstrarsamfellu.
Jónas Sturla Sverrisson, ráðgjafi hjá Capacent- glærur-
13:50 Spurningar
13:55 Fundi slitið
  

Fundarstjóri: Magnús Hafliðason

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er  6.900 kr. 

Á matseðlinum er appelsínukryddhjúpuð kjúklingabringa með engifer chillysósu, léttsteiktu grænmeti og kartöflum en með kaffinu er súkkulaðikaka með stökkum botni, rjóma og hindberjasósu. 

Stjórn faghóps um upplýsingaöryggi undirbjó þennan fund.


IMG 1181
IMG 1185

  • 19. febrúar 2008