Skip to main content

Aðalfundur faghóps um fjarskiptamál

Fyrsti aðalfundur faghóps um fjarskiptamál

Fimmtudaginn 21. febrúar 2008 kl.16:00
haldinn í húsakynnum Símans, matsalnum, sem er í Ármúla 25

 

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar


2. Stjórnarkjör

3. Harald Pétursson hjá Nova verður með erindi sem kallast  “SMS frá Barcelóna” Harald mun segja frá því athyglisverðasta sem fram kom á 3G sýningunni í Barcelóna.


4. Fjarskiptaáætlun ríkisstjórnarinnar
Nú stendur yfir endurskoðun á fjarskiptaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hér gefst mönnum tækifæri á að hafa áhrif á hana með því að koma með hugmyndir að breytingum og nýju efni í fjarskiptaáætlun. Formaður Fjarskiptahópsins er fulltrúi Ský í fjarskiptaráði sem er ráðgefandi aðili um endurskoðun fjarskiptaáætlunar. Formaður vill gjarnan
leita til síns baklands um hugmyndir að breytingum og nýju efni inn í fjarskiptaáætlun. Fjarskiptaáætlun er að finna á http://www.pta.is/upload/files/fjarskiptaaetlun(1).pdf


5. Önnur mál   

 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ykkar á fundinn til skrifstofu Ský sky@sky.is en fundurinn er öllum opinn sem eru eða vilja skrá sig í faghóp um fjarskiptamál.

 

 



  • 21. febrúar 2008