Öryggismál
Heimur hakkara
Hádegisverðarfundur og stofnunfundur faghóps um öryggismál
Miðvikudaginn 10. október 2007 á Grand Hótel
frá klukkan 12:00-14:00
Öryggi í upplýsingatækni skiptir æ meira máli. Tæknin er orðin
margbrotnari og að sama skapi þær leiðir sem tölvuþrjótar nýta sér. Sá tími er
löngu liðinn að eldveggir og veiruvarnir ein og sér sé nægjanlegt til verndar.
Skýrslutæknifélagið telur tímabært að halda fund um þau mikilsverðu mál sem
tengjast öryggi í fjarskipta- og upplýsingatækni í síbreytilegu
umhverfi.
Í lok fundar verður stofnaður faghópur innan félagsins þar sem markmiðin væru meðal annars:
- Að stuðla að bættu öryggi og öryggisvitund í fjarskipta- og upplýsingatækni.
-
Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um öryggismál og efla tengsl milli þeirra sem starfa
á sviðinu og hafa áhuga á því. - Að stuðla að góðu siðferði í tengslum við upplýsingaöryggi.
12:00 | Skráning fundargesta |
12:15 | Fundurinn settur og hádegisverður borinn á borð |
12:40 | Tölvuþrjótar - menn í jakkafötum - Glærur - Erindið fjallar um stefnur og strauma hjá nútímatölvuþrjótum, þ.e.hverjir eru drifkraftar tölvuþrjóta í dag og hvernig þeir stunda sín viðskipti Kristinn Guðjónsson hjá TM-Software |
13:00 | Bluetooth - Glærur - Fjallað verður um grunnatriði og uppbyggingu á Bluetooth samskiptastaðlinum. Hver er geta, kostir og gallar bluetooth? Hver eru framtíðarmarkmið staðalsins og hvernig hefur hann þróast á milli kynslóða? Að lokum verður talað um hvaða "öryggisholur" kunna að leynast í staðlinum og hvernig þær hafa hingað til verið misnotaðar til að stela gögnum frá saklausum notendum. Hvað er hægt að gera til að gera símann öruggari? Ólafur Páll Einarsson verkfræðingur hjá rannsóknardeild Símans |
13:20 | Stofnun faghóps um öryggismál - drög að samþykktum bornar fram stungið uppá stjórn |
13:55 | Fundi slitið |
Fundarstjóri er Svana Helen Björnsdóttir formaður Skýrslutæknifélags Íslands
Í lok fundar verður stofnaður faghópur innan félagsins þar sem markmiðin væru meðal annars:
- Að stuðla að bættu öryggi og öryggisvitund í fjarskipta- og upplýsingatækni.
- Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um öryggismál og efla tengsl milli þeirra sem starfa á sviðinu og hafa áhuga á því.
- Að stuðla að góðu siðferði í tengslum við upplýsingaöryggi.
Á þessum stofnfundi er reynt að höfða jafnt til stjórnenda, sérfræðinga og almennings þar sem fjallað verður um heim tölvuþrjóta og öryggisgalla í bluetooth og hvernig hægt er að verjast þeim.
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 6.900 kr.
Á matseðlinum er fiskitvenna: steinbítur og karfi með ananas piparsósu og lime ostakaka með blönduðum berjum.
Í undirbúningsnefnd eru Ásrún Matthíasdóttir, Svavar Ingi Hermannsson og Stefán Snorri Stefánsson.
-
10. október 2007