Skip to main content

Netþjónabú

Netþjónabú: Valkostur við álver?
Ský mun halda ráðstefnu um netþjónabú fimmtudaginn 6. september
á Grand Hótel Reykjavík frá kl. 12:45 - 16:20

Undanfarið hafa verið miklar deilur í þjóðfélaginu um öran vöxt áliðnaðarins hér á landi og telja margir að hægt væri að nýta íslenska orku til annarra nota en til þess að vinna ál. Æ oftar er rætt um svokölluð netþjónabú í þessu samhengi og nú nýverið sóttu forsvarsmenn stórra netfyrirtækja á borð við Yahoo! Ísland heim til að skoða möguleika þess að setja upp slíka starfsemi hér á landi.

Á ráðstefnunni verður reynt að svara þessum spuringum:
Hvað er netþjónabú og hvað snýst rekstur þeirra?
Er raunhæft og hagkvæmt að setja netþjónabú upp á Íslandi?
Hvað býður Ísland uppá umfram önnur lönd og hvað vantar upp á svo hægt sé að reka netþjónabú hér á landi?
Skapa netþjónabú mörg hátæknistörf?
Hversu orkufrek eru netþjónabú?
Eru netþjónabú raunhæfur valkostur við stóriðju svo sem áliðnað?
Markhópur ráðstefnunnar er fólk  sem tengist upplýsingatækni og fólk í orku og fjarskiptageiranum.


Drög að dagskrá:

12:45 Skráning ráðstefnugesta
13:00 Þórólfur Árnason, fundarstjóri setur ráðstefnuna
13:05 Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra flytur opnunarerindi
13:15 Risagagnamiðstöðvar á Íslandi: Tækifæri eða fásinna? - Glærur -
Arnaldur Axfjörð hjá Admon.
Sagt er að Ísland sé kjörinn staður fyrir gagnamiðstöðvar. Er það rétt? Hverjar eru viðskiptalegar forsendur fyrir uppbyggingu og rekstri slíkra rýma? Í fyrirlestrinum verður leitast við að gefa skýra mynd af málinu og þeim tæknilegu og viðskiptalegu þáttum sem skipta mestu máli. Fjallað verður um helstu tegundir stórra kerfarýma og mismunandi kröfur um afköst, hagkvæmni og öryggi. Rætt verður um sérstöðu Íslands og tækifæri til árangurs með hliðsjón af lykilþáttum eins og þekkingu, mannafla, orku, kælingu og fjarskiptum.
13:35 Sæstrengir; -tengingar Íslands við umheiminn
Hvenær fáum við annan sæstreng? - Glærur -

Guðmundur Gunnarsson framkvæmdastjóri Farice. Fjallað verður um núverandi stöðu í tengingum Íslands við umheiminn um sæstrengi og sagt frá því hvað er á döfinni hvað varðar lagningu nýrra sæstrengja, mögulegu samstarfi við Grænlendinga.
14:00 Orka, drifkraftur upplýsingasamfélagsins - Glærur -
Gunnar Örn Gunnarsson deildarstjóri viðskiptaþróunar Landsvirkjunar fjallar um ástæðurnar fyrir því að ýmsir aðilar eru farnir að skoða Ísland sem hugsanlega staðsetningu fyrir netþjónabú.
14:20 Creating a viable Icelandic Data Industry for international Markets
Sol Squire framkvæmdastjóri Data Islandia - Glærur -
Cooperation and common goals are an imperative if we wish to truly alter the energy- use landscape for a sustainable information technology economy. The global advantages Iceland that are of overwhelming interests to our clients are, to a great degree, largely unrecognized in Iceland and focus has been distracted on technology issues. The drivers that have created a market for us are growing to our advantage and timing is everything in capitalizing on these market opportunities. The potentials for creating chaos and depriving ourselves of resources is a real danger. If we, as the technical community, are not working together it will be certain that the data industry that could be here will not meet its potential to elevate employment opportunities and diversify the economy.
14:40 Kaffihlé
15:00 Microsoft og netþjónabú - Glærur -
Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
15:20 Síminn og netþjónabú - Glærur -
Hjálmar Gíslason frá Símanum
Hvað þýðir mögulegur rekstur netþjónabúa fyrir fjarskiptageirann á Íslandi? Hvaða hæfni hafa íslensk fjarskiptafyrirtæki til að mæta kröfum slíkra viðskiptavina og hvað vantar upp á? Hvað getur Síminn gert til að laða slíkan rekstur hingað og hvert er hlutverk fyrirtækisins í virðiskeðjunni?
15:40 Sun´s eco-friendly data centers - Glærur -
Per Bakke product Manager Sun Microsystems Norway
Sagt verður frá því hvernig SUN hefur þróað búnað sem nýtir orkuna betur.
16:00 Umræður í dagskrárlok
16:20 Fundarstjóri slítur ráðstefnunni

Fundarstjóri verður Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 11.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er  16.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis er 6.900 kr.


Undirbúningsnefnd: Magnús Hafliðason, Jón Heiðar Þorsteinsson og Einar H. Reynis


02
07
14
15
16
17
18
19
20
22
23
24
25
26
27
28

  • 6. september 2007