Skip to main content

Tækifæri og áskoranir við innleiðingu gervigreindar

Fundurinn mun fjalla um helstu tækifæri og áskoranir við innleiðingu gervigreindar á fyrirtækjamarkaði. Viðburðurinn samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum frá sérfræðingum sem fjalla um lykilatriði gervigreindar: lagalegar áskoranir, öryggismál, gagnastjórnun, þróun tækninnar og hvernig nýta má gervigreind innan fyrirtækja. Viðburðurinn er tilvalinn fyrir þau sem vilja skilja hvernig gervigreind getur umbreytt starfsemi fyrirtækja og hvaða áskoranir þarf að takast á við.

Dagskrá:

11:50   Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Þorvaldur Helgason
12:15   Þróun og framtíð gervigreindar
Fjallað verður um hvernig hagnýting og aðgengi að gervigreind hefur þróast síðustu ár og gefin verða dæmi um ólíkar útfærslur á nýtingu gervigreindar.
LinkedIn logo Þorvaldur Helgason, Miðeind
Safa Jemai
12:35   Tækifæri og áskoranir gervigreindar innan fyrirtækja
Tækifæri og möguleikar gervigreindar fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir: hvaða möguleika býður gerivgreind og hver er besta leiðin til að skapa virði með þessari tækni?
LinkedIn logo Safa Jemai, Víkonnekt

12:55   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Stefán BaxterÓli Páll Geirsson
13:00   Íslensk talgreining: Kræklótt leið að viðskiptalegu virði
Ýmis tækifæri og áskoranir felast í innleiðingu gervigreindarlausna sem tala góða íslensku og skila viðskiptalegu virði fyrir fyrirtæki. Í fyrirlestrinum fjöllum við um mikilvægi þess að nýta góð innri gögn og áskoranirnar sem fylgja því að þróa gervigreind sem talar góða íslensku. Við sýnum einnig hvernig hægt er að bæta skilvirkni þjónustuvers með greiningu á texta og töluðu máli, þar sem íslenskt mál er notað í samskiptum við viðskiptavini.
LinkedIn logo Stefán Baxter, Snjallgögn
LinkedIn logo Óli Páll Geirsson, Snjallgögn
TomasKristjansson
13:20   Lagalegar áskoranir og tækifæri
Helstu lagalegu áskoranir við notkun gervigreindar eru að miklu leyti tengdar þeim tækifærum sem tæknin býður uppá. Meðal þess er persónuvernd og hugverkaréttur en í báðum tilfellum þarf að tryggja að reglum um gagnsæi sé fylgt og notkunin sé sanngjörn og siðferðilega rétt.
LinkedIn logo Tómas Kristjánsson, Advania
Arnar Gunnarsson
13:40   Öryggi gervigreindar og ábyrgð (accountability)
Grunnþörf í öryggi er rekjanleiki á atburðum (event logging). Getum við tryggt rekjanleika á aðgerðum gervigreindar?
LinkedIn logo Arnar Gunnarsson, Controlant

14:00   Fundarslit

Lárus Hjartarson
Fundarstjóri:
LinkedIn logo Lárus Hjartarson, Peritus

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um gervigreind
Lárus Hjartarson, Peritus, Annika Simonsen, HÍ, Arnar Freyr Guðmundsson, Fjarskiptastofa, Bjarni Þór Gíslason, Gagnagúrú, Einar Haukur Jóhannesson, Reykjavíkurborg, Grímur Sæmundsson, Crayon, Kristinn Þórisson, HR, Viðar Pétur Styrkársson, Advania


20241002 120346
20241002 120411
20241002 120619
20241002 120635
20241002 120641
20241002 120654
20241002 120930
20241002 120946
20241002 123442
20241002 123455
20241002 130205
20241002 130745
20241002 130904
20241002 132338
20241002 134028
20241002 134039
20241002 140215



  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður:
    Nauta stir fry með hrísgrjónum. Grænmetis stir fry með hrísgrjónum. Romain salat með cesardressingu og stökkum brauðteningum. Cannellini baunir með bökuðu blómkáli & klettasalati. Nýbakað súrdeigsbrauð, þeytt smjör og rauðrófu hummus.