Skip to main content

Stafræn þjónusta án landamæra - er íslenskan málið?

Ein af stóru áskorunum hins opinbera er aukinn fjöldi íbúa af erlendum uppruna sem flutt hafa hingað til lands og tala takmarkaða eða enga íslensku. Þær bjargir sem áður hafa nýst stofnunum og sveitarfélögum til að þjónusta þennan ört vaxandi hóp duga ekki lengur, ekki einu sinni þó vel væri bætt í. Breytt samsetning þjóðar kallar ekki aðeins á endurskoðun þjónustu heldur á breytta sýn, nálgun og aðferðir. Á þessum hádegisfundi munu hinir ýmsu aðilar segja frá því hvernig þeir hafa stuðlað að árangursríkri þjónustuumbreytingu með aðstoð tækni og nýsköpunar.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Jón Gunnar Þórðarson
12:20   Íslenska með hreim er tákn um hugrekki!
Jón Gunnar Þórðarson mun fjalla um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta,“ Lykilatriði í lærdómsferlinu er að æfa sig og þess vegna er kennslulausn á borð við Bara tala gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust til að tala tungumálið. Bara tala er tæknilausn sem veitir lykil að samfélaginu. Á undanförnum mánuðum hefur Bara tala þróað starfstengt íslenskunám fyrir fjölda sveitarfélaga og opinbera vinnustaði. Jón Gunnar sýnir afraksturinn og segir frá því sem er framundan.
LinkedIn logo  Jón Gunnar Þórðarson, Bara tala
Íris Huld Christersdóttir
12:40   Hvernig veitum við betri opinbera þjónustu út frá þörfum notenda?
Fjallað verður um áskoranir notenda við að nýta opinbera þjónustu og með hvaða leiðum hægt er að gera þjónustuna betri og aðgengilegri fyrir öll. Kynningin byggir á stöðumati um stefnu um opinbera þjónustu sem hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði í samráði við stjórnendur, starfsfólk og notendur. 
LinkedIn logo  Íris Huld Christersdóttir, Fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Kristín Arna Hauksdóttir
13:00   Hvernig er Vinnumálastofnun að efla þjónustu við innflytjendur?
Vinnumálastofnun hefur undanfarin ár lagt aukna áherslu á að efla þjónustu sína til innflytjenda á Íslandi til að koma til móts við þjónustuþarfir þeirra með því að auka tækifæri til að sækja þjónustu á erlendu tungumáli. Við hönnun og þróun á öllum þjónustuferlum stofnunarinnar er sérstaklega haft í huga að í auknum mæli eru þjónustunotendur stofnunarinnar af erlendum uppruna. Farið verður yfir þróun síðastliðinna ára á þeim þjónustum sem stofnunin býður upp á og þeim breytingum sem hafa orðið vegna breyttrar samsetningar á þjónustunotendum stofnunarinnar m.a. eftir yfirtöku á þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og sameiningu Fjölmenningarseturs og Vinnumálastofnunar.
LinkedIn logo  Kristín Arna Hauksdóttir, Vinnumálastofnun
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
13:20   Myślę, że potrzebuję pomocy
“Ég held ég þurfi hjálp” er setning sem á ekki bara við íslenskumælandi landsmenn. Hjálp á að vera aðgengileg fyrir alla. Tæknilegar lausnir dagsins í dag geta tryggt aðgengi að hjálp óháð tungumáli og menningarheim - og ekki síst sérhæfingu sérfræðinga.
LinkedIn logo  Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Kara Connect
ThorbjorgHelgaVigfusdottir
13:40   Tunga og tækni - málsamfélag á tímamótum
Tæpur fjórðungur íbúa Reykjavíkur hefur ekki íslensku að móðurmáli. Aðgengismál eru brýnn liður í stafrænni vegferð borgarinnar en markmiðið er að upplýsingar og þjónusta borgarinnar nái til mun breiðari hóps íbúa en verið hefur, á skiljanlegu máli óháð uppruna. Borgin hefur þegar bætt við enskum vef sem speglar að miklu leiti allt efni á íslenskum vef hennar. Nú er svo verið að opna kjarnavef á pólsku sem er minni útgáfa með völdu efni. Á kjarnavefnum er hægt að vinna efni að fullu á íslensku svo að ekki þarf að breyta ferlum innan borgarinnar en birta það á pólsku án þess að höfundur efnisins þurfi að skilja pólskuna.
LinkedIn logo  Einar Jóhannesson, Reykjavíkurborg

14:00   Fundarslit

Safa Jemai
LinkedIn logo  Safa Jemai, Vikonnekt
Fundarstjóri

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um rafræna opinbera þjónustu

Birna Íris Jónsdóttir, Fjóla María Ágústsdóttir, Friðjbjörn Hólm Ólafsson og Karen María Jónsdóttir


20240529 122146
20240529 123030
20240529 124156
20240529 125606
20240529 130319
20240529 130339
20240529 130419
20240529 130441
20240529 133059
20240529 135339



  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Grilluð kjúklingabringa með bragðríkri sósu, smákartöflum og baunaspírum.
    Vegan: Grænmetis steikarpanna með tófú og jasmín hrísgrjónum.