Skip to main content

Hugbúnaðargerð og fólk

Fólk er ómissandi partur af hugbúnaðargerð og leikur sköpunargáfa, sérfræðiþekking og hæfni í samskiptum þar lykilhlutverk. Á viðburðinum verður fjallað um hvernig við sameinum krafta ólíkra einstaklinga til árangurs í hugbúnaðarverkefnum.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Freyr Guðmundsson
12:20   Meðvituð og ábyrg samskipti eru undirstaða vinnustaðarmenningar
Það er algengur misskilningur að samskiptafærni sé okkur öllum meðfædd. Við höfum jú verið að tjá okkur allt okkar líf, ekki satt? Sama mætti segja um hreyfingu. Við höfum flest hlaupið allt okkar líf, erum við þá ekki öll sérfræðingar í spretthlaupi? Hvort sem við erum leiðtogar eða teymismeðlimir þá eru dagleg samskipti grundvöllur að samvinnu. Við þurfum að einblína á ásetning og ábyrgð til að geta markvisst byggt upp þá vinnustaðamenningu sem við viljum. Við könnum grundvallar hugtök eins og "opin vinna", og að "kasta öllum boltanum", einnig ræðum við ábyrgð "sendanda" í skrif og talmáli. Og að lokum ræðum við hvernig samskipti geta stuðlað að sálrænu öryggi…eða stútað því.
Freyr Guðmundsson
Áskell Fannar Bjarnason
12:40   Betra samspil milli hönnuða og forritara
Hvernig getum við bætt samvinnu á milli hönnunar og forritunar? Hvernig skiljum við betur hvort annað og hvaða áhrif hefur það á vöruna að samspil okkar sé betra? Verður upplifun notenda mögulega betri fyrir vikið?
Áskell Fannar Bjarnason, Síminn
Helga Ingimundardóttir
13:00   Gagnsæ samskipti við hugbúnaðargerð
Gegnumgangandi vandamál milli teyma er skortur á gagnsæi og ófullnægjandi samskipti. Farið verður í gegnum reynslusögur úr hugbúnaðargerð úr ólíkum iðnaði og gefin dæmi hvernig skýrt verklag, góð yfirsýn og tímanleg samskipti eykur skilvirkni og bætir upplifun allra.
Dr. Helga Ingimundardóttir, Háskóli Íslands
Stefán Jökull Sigurðarson
13:20   Þetta þarf ekki að vera svona flókið!
Við elskum öll lykilorð er það ekki? Hástafir, lágstafir, tákn, tölur, breyta reglulega, ekki nota sama lykilorð og síðustu 5 skipti, o.s.frv. Hvernig gátum við gert þetta svona flókið? Allt í nafni meira öryggis er það ekki? En þetta er ekki öruggara. Þvert á móti, þá hefur okkur tekist að gera netið óöruggara fyrir vikið og á sama tíma gert notendur pirraða. En hvernig leysum við vandamálið? Tölum aðeins um óbein samskipti okkar við notendur gegnum notendaviðmót og reglur og hvaða skilaboð við sendum þeim fyrir vikið.
Stefán Jökull Sigurðarson, Lucinity/Have I Been Pwned
Baldur Kristjánsson
13:40   Allt auðveldara og ekkert óyfirstíganlegt
Sögur og praktísk ráð um hvernig við getum stórbætt og virkjað einn stærsta árangursþátt í hugbúnaðarverkefnum, öfluga samvinnu.
Baldur Kristjánsson, Kolibri

14:00   Fundarslit

Guðrún Marinósdóttir
Fundarstjóri: Guðrún Marinósdóttir, Controlant

20240320 112644
20240320 113544
20240320 113842
20240320 120357
20240320 124434
20240320 124455
20240320 130009
20240320 130015
20240320 130031
20240320 131026
20240320 131044
20240320 131120
20240320 131138
20240320 131148
20240320 131157
20240320 131212
20240320 131222
20240320 134640

  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Bakaður þorskur með tómat/ólívu blöndu, hvítlauks kartöflumús og gufusoðið brokkolíní
    Vegan: Paprika með bragðmikilli blöndu af kínóa, bökuðu grænmeti og kryddjurtum, tómata coulis og gufusoðnum grænum baunum