Skip to main content

Vörustjóri - er það ekki bara verkefnastjóri?

Öll sem hafa áhuga á stafrænni vörustýringu, hvort sem vörustýring er eitthvað nýtt hjá þínu fyrirtæki, alls ekki notuð eða hefur þróast í gegnum árin. Farið verður í hugmyndafræðina, aðferðafræðina og verklag (e. best practices) ásamt reynslusögum bæði frá opinbera geiranum og einkageiranum úr stafrænum heimi sem er sífellt að breytast.

Nú er komið að fyrsta viðburði faghóps Ský um stafræna vörustýringu og hvetjum öll  sem hafa gagn  af að mæta til að stilla saman strengi og taka púlsinn af því sem er að gerast hérlendis - sýna sig og sjá aðra. Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum um málefnið.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

Olafur Oskar Egilsson
12:20   Stafræn vörustýring - hvað í fjáranum er það?
Hugtakið "Stafræn vörustýring" er tiltölulega nýtt hér á Íslandi og er farið að teygja sig út fyrir kjarna hugbúnaðargeirans í aðra geira. Hlutverk og ábyrgðarsvið vörustjóra (e. Product manager) eru víðtæk og hafa mörg okkar mismunandi sýn og skilning á hvað vörustýring snýst um. Í þessum fyrirlestri verður stiklað á stóru og leitast leiða við að ná sameiginlegum skilning á hugtakinu, hlutverkinu og ábyrgðarsviðinu.
Ólafur Óskar Egilsson, Stafræn Reykjavík
Thorir Oafsson
12:40   Hér er þróunarteymi, um þróunarteymi, frá þróunarteymi, til vöruteymis
Á vormánuðum 2022 ákvað Icelandair að taka markviss skref í átt að „Vörunálgun“ (e. „Product Mindset“), sérstaklega m.t.t. þróunar stafrænna lausna. Í þessum fyrirlestri er farið yfir þau fyrstu skref sem félagið hefur tekið í þeim efnum út frá sjónarhóli hugbúnaðarþróunarteyma.
Þórir Ólafsson, Icelandair
Anna Maria Hedman
13:00   Snjallari leið í vörustjórnun
Hvert er hlutverk vörustjórans þegar lífsferill vörunnar hefur náð hnignunar punkti? 
Anna Maria Hedman, Origo
Throstur Sigurdsson
13:20   Á allra vörum
Hvernig kynnir maður til leiks ný hugtök og hugmyndafræði í opinberri stjórnsýslu. Af hverju meikar það sens fyrir Reykjavíkurborg að innleiða hugmyndafræði vöruþróunar og hvernig vörustýring varð allt í einu heitasti bitinn í borginni.
Þröstur Sigurðsson, Stafræn Reykjavík

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Snædís
Fundarstjóri: Snædís Zanoria Kjartansdóttir, Össur

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um stafræna vörustýringu

Anna Maria Hedman, Erla Rós Gylfadóttir, Guttormur Árni Ársælsson, Hallur Þór Halldórsson, Inga Jessen, Ólafur Óskar Egilsson, Sigrún Lára Sverrisdóttir og Snædís Zanoria Kjartansdóttir


20231108 121925
20231108 130321
20231108 130330
20231108 130347
20231108 130400
20231108 130408
20231108 130425
20231108 130430
20231108 130439
20231108 130443
20231108 130554
20231108 130754
20231108 130802
20231108 130810
20231108 133955
20231108 134015
20231108 134021
20231108 134030
20231108 134133
20231108 134232
20231108 134240

  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Pestó fylltar kjúklingabringur með stökku kartöflusmælki, rótargrænmeti og rósmarínsósu
    Vegan: Grænmetis- og baunabuff, kjúklingabaunir, salat og úllala sósa
    Kaffi/te og sætindi á eftir