Bebras áskorunin
Ein skemmtilegasta upplýsingatækniáskorunin á Íslandi
Alþjóðlega Bebras áskorunin fer fram á Íslandi 6. - 17. nóvember 2023 og er öllum nemendum á aldrinum 6 - 18 ára er boðið að taka þátt
Í ár verður áskorunin opin í tvær vikur og fer fram á www.bebras.is
Bebras er í boði bæði á íslensku og ensku og tilvalið tækifæri til að leyfa nemendum að glíma við skemmtileg verkefni sem henta hverjum aldri. Í áskoruninni hefur þátttakandi 45 mínútur til að leysa nokkrar þrautir byggðar á tölvunarhugsun. Það kostar ekkert að taka þátt og markmiðið að fá alla skóla með.
Til að skóli geti skráð nemendur í Bebras áskorunina þarf umsjónarmaður (kennari) að sækja um aðgang á www.bebras.is/admin og er leiðbeiningar að finna hér.
Dæmi um verkefni fyrir yngsta aldurshópinn:
Um Bebras:
Bebras (e. Beaver) áskorunin er alþjóðlegt verkefni til að auka áhuga á upplýsingatækni og efla tölvunarhugsun (e. Computational thinking) meðal nemenda á öllum skólastigum. Áskorunin fer fram samtímis í mörgum löndum í nóvember ár hvert. Bebras er í boði bæði á íslensku og ensku og tilvalið tækifæri til að leyfa nemendum að glíma við skemmtileg verkefni sem henta hverjum aldri. Í áskoruninni leysa þátttakendur þrautir byggðar á hugsunarhætti forritunar. Bebras er ein fjölmennasta áskorunin sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni í heiminum og var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015 og hefur verið haldin árlega síðan. Fyrsta árið tóku tæplega 500 nemendur frá 14 skólum þátt og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt og alltaf er stefnt á að fá enn fleiri nemendur og skóla til að taka þátt.
Hvað er Bebras?
Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er litháíska heitið á dýrinu bifur. Hún ákvað að nýta bifur sem ímynd áskorunarinnar vegna þess dugnaðar og fullkomnunaráráttu sem þeir virðast hafa. Bifurinn er duglegt, vinnusamt og gáfað dýr sem vinnur stöðugt í stíflunum sínum til að gera þær betri og stærri. Fyrsta Bebras áskorunin fór fram í Litháen árið 2004 og hefur vaxið gríðarlega frá þeim tíma og árið 2021 voru rúmlega 3 milljónir þátttakenda frá 54 löndum. Nú er Bebras eitt fjölmennasta verkefni í heiminum sem hefur það að markmiði að auka áhuga ungmenna á upplýsingatækni.
Nánari upplýsingar er að finna á www.bebras.is
-
6. nóvember 2023