Sjálfvirknivæðing í heilbrigðisþjónustu
Hefur óskin „Æ, getur ekki einhver annar gert þetta?“ loksins ræst? Hvernig gengur okkur að nýta tæknina til að útrýma tímafrekum og handvirkum ferlum og hver eru næstu skref í sjálfvirknivæðingu? Hvað höfum við lært fram að þessu og hvað ber að varast? Fyrirlesarar dagsins fjalla um áhugaverð og raunhæf verkefni sem eru vel á veg komin.
Dagskrá:
11:50 Húsið opnar
12:00 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20 Heilsutækniklasinn
Heilsutækniklasinn er samstarfsvettvangur heilsu og líftæknifyrirtækja og stofnanna innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Tilgangur og markmið Heilsutækniklasans er að lyfta umræðu um greinina á yfirborðið og ýta undir almennari vitneskju fólks um tilvist heilsu og líftæknifyrirtækja á Íslandi. Auka nýsköpun í heilsu og líftækni, fjölga innleiddum þjónustumiðuðum persónulegum lausnum fyrir skjólstæðinga með skilvirkni og hagkvæmni kerfisins í huga. Fjölga þeim aðilum sem starfa við nýsköpum í greininni og auka alþjóðasamstarf.
Freyr Hólm Ketilsson, Heilsutækniklasinn
12:30 Heilsueflandi móttökur í heilsugæslu – þjónusta við aldraða og fólk með langvinnan heilsuvanda
Samræmd, þverfagleg og framvirk þjónusta í heilsugæslu á landsvísu fyrir aldraða og einstaklinga með langvinnan heilsuvanda. Horft verður til skipulags þjónustunnar, stuðnings við ákvarðanir í áætlun/meðferð skjólstæðinga auk þátta sem stuðla að því að skjólstæðingurinn taki málin í sínar eigin hendur. Hvernig styður upplýsingatækni og rafrænar lausnir við verklagið? Aukin gæði í þjónustunni!
Jórlaug Heimisdóttir, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
12:50 HeilbrigðisTal
Tölum um þau tækifæri sem eru á næsta leiti fyrir íslenska heilbrigðisgeirann að nýta máltækni í sinni starfsemi.
Eydís Huld Magnúsdóttir, Tiro
13:10 Sjálfvirknivæðing í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Með hækkandi meðalaldri þjóðar og hlutfallslega fækkandi heilbrigðisstarfsfólki eykst þjónustuþörf og augljóst er að grípa verði til ráðstafana. Reykjavíkurborg setti á laggirnar Velferðartæknismiðju árið 2018 til þess að sjá um prófanir og innleiðingu á tæknilausnum til að styðja við þjónustu heimaþjónustunnar, sem eina leið til að bregðast við aukinni þjónustuþörf. Lyfjaskammtarar eru ein þessara tæknilausna og hafa þeir hafa verið í prófunum undanfarna mánuði.
Þorbjörg Þórhildur Snorradóttir, Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar
13:30 Stafræn vegferð HSN
HSN er dreifstýrð stofnun á öllu Norðurlandi. Því höfum við stjórnendur ákveðið að veðja á stafræna þróun. Hluti af þeirri þróun er að færa ýmis verk í stafræna vinnslur og um leið að einfalda ferla, staðla og auka gæði gagna. Stofnunin hefur nú þegar útbúið talsvert af ferlum og er með marga aðra á teikniborðinu. Margir ferlar gagnast öðrum stofnunum ríkisins beint með smávægilegri aðlögun.
Þórhallur Harðarson, fjármála- og stoðsvið HSN
13:50 Umræður
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Freyr Hólm Ketilsson, Heilsutækniklasinn
Undirbúningsnefnd: Stjórn Fókus, faghóps Ský um upplýsingatækni í heibrigðisgeiranum
-
5. október 2022
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 7.500 kr.
Utanfélagsmenn: 13.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr. -
Bakaður þorskur með kryddskel, blönduðu grænmeti, kartöflusmælki og hvítvínssósu
Kaffi/te og sætindi á eftir