Skip to main content

Gagnagíslataka - Ógn sem er komin til að vera

Gagnagíslataka
Ógn sem er komin til að vera

Verð
Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.

Matseðill
Kryddhjúpuð kjúklingabringa með kartöflusmælki og kampavínssósu.
Kaffi/te og sætindi á eftir
 

fyrirlesarar

Á fundinum verður rætt um ógnina sem fyrirtækjum stafar af gagnagíslatöku. Hver eru áhrifa slíkra árása? Hverjir geta lent í þeim? Hvað getum við gert til þess að lágmarka líkur og skaða af árásunum?

Fundurinn hentar stjórnendum, tæknifólki og í raun öllum sem koma að rekstri fyrirtækja enda þarf samstillt átak allra til þess að sporna við árásum sem þessum.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Netöryggi í sífellt flóknara öryggisumhverfi ríkja
Netöryggismál hafa þanist út sem viðfangsefni í umræðum um utanríkis-, öryggis- og varnarmál og eru æ oftar á dagskrá funda alþjóðastofnana á borð Atlantshafsbandalagið, ESB, á norrænum vettvangi og í tvíhliða samskiptum Íslands við önnur ríki. Nýjar áskoranir vegna örra tækniframfara og sá síaukni hraði sem af þeim hlýst, krefjast aukins samstarfs innan stjórnsýslna ríkja, á milli ríkja og innan alþjóðastofnana. Á sama tíma er ljóst að netöryggis- og netvarnarmál eru fyrst og fremst á ábyrgð hvers ríkis fyrir sig. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á Ísland?
Jóna Sólveig Elínardóttir, utanríkisráðuneytið, öryggis- og varnarmálaskrifstofa

12:40   Ooops, your files have been encrypted! - Gagnagíslataka 101
Fjallað verður almennt um gagnagíslatökuárásir, sögu þeirra og hverjir standa að baki slíkum árásum. Einnig verður rætt um hættuna sem af þeim stafar og hvað hægt er að gera til að minnka skaða af þeirra völdum.
Guðrún Valdís Jónsdóttir, Syndis

13:00   Lagskipt öryggi
Öll getum við lent í því að verða fyrir barðinu á óprúttnum tölvuþrjótum. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um það hvernig við getum búið okkur undir slíkar árásir, bæði hvað við getum gert til þess að reyna að koma í veg fyrir árás, en einnig hvernig við getum lágmarkað þann skaða sem við verðum fyrir ef utanaðkomandi aðili fær aðgang að kerfunum okkar.
Tinna Þuríður Sigurðardóttir, Íslensk erfðagreining

13:20   Af hverju er gagnagíslataka að aukast?
Fjallað verður um af hverju gagnagíslataka er að aukast sem og aðkomu CERT-IS að þannig málum og tilkynningum.
Guðmundur Arnar Sigmundsson Netöryggissveit CERT-IS

ECSM IS

13:40   Spurningar og umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Breki Karlsson, Neytendasamtökin


20211027 125247
20211027 125319
20211027 125326
20211027 125333
20211027 125451
20211027 125459
20211027 125507
20211027 125513
20211027 134155
20211027 134202
20211027 134208
20211027 134213
20211027 134233
20211027 134237
20211027 134242
20211027 140818

  • 27. október 2021