Heitustu tölvumálin framundan
Heitustu tölvumálin framundan
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.
Vetrardagskrá Ský hefst með fróðlegum hádegisfundi um nokkur af heitustu málum tölvugeirans enda margt að gerjast í tækniheimum.
Allir sem hafa áhuga á að heyra hvað er framundan í tölvutækninni og hvað íslensk fyrirtæki eru að gera til að vera í fararbroddi í tölvumálum eiga erindi á viðburðinn. Og svo er þetta einnig kjörið tækifæri til að heilsa uppá vini og kunningja í tengslaneti Ský.
Dagskrá:
11:50 Afhending gagna
12:05 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20 Hvað kveikir í tæknistjóranum?
Þróun í skýjum, útgáfuferli, gámavellir, atburðatorg, prófanir og prófunarumhverfi
Ingþór Guðni Júlíusson, Reiknistofu bankanna
12:45 Gervigreind og svefnrannsóknir
Hvernig beita má vélrænu gagnanámi og kerfislíkönum til að læra meira um svefnsjúkdóma
Eysteinn Finnsson, Nox Medical
13:10 Geta tölvur skilið íslensku?
Innsýn í verkefni á sviði máltækni og gervigreindar
Vilhjálmur Þorsteinsson, Miðeind
13:35 Hvað eru Quantum tölvur?
Hvaða áhrif mun tilkoma Quantum tölva hafa á heiminn?
Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Origo
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, Reiknistofu bankanna og stjórnarmaður í Ský
-
28. ágúst 2019