Skip to main content

Hvernig greinum við veikleika

 

Hvernig greinum við veikleika?

Þátttökugjald
fyrir Ský félaga:     6.400 kr.
fyrir utanfélaga: 10.500 kr.

Matseðill
Grillaður skötuselur með graslaukssósu, kartöflusmælki og blönduðu grænmeti
Sætindi / kaffi /te á eftir
 

Farið verður yfir stefnur og strauma í veikleikagreininingu og viðfangsefnið nálgast frá mismunandi hliðum. Er veikleikagreining bara eintómt skann eða er hægt að kafa dýpra og skoða vélbúnað? Þó bíllinn þinn líti vel út og lakkið sé tandur hreint getur hann verið að ryðga í sundur undir yfirborðinu.
Fundurinn er sniðinn að sérfræðingum, tæknimönnum, stjórnendum og öllum þeim sem hafa áhuga á öryggi í rekstri.

Dagskrá:

11:50   Afhending gagna

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Veikleikastjórnun og öryggisprófanir: Áskoranir til framtíðar
Vita rekstraraðilar í raun hvaða búnaður er að tala saman á þeirra kerfum? Geta öryggisprófanir og veikleikastjórnun hjálpað til og þá hvernig? Reynt verður að svara þessum spurningum og horfa til framtíðar, því með nýrri tækni koma nýjar áskoranir.
Björn Símonarson, SecureIT

12:40   Faldi veikleikinn
Það er hægt að byggja á því sem er nú þegar er til staðar. Gunnar Leó fer yfir hvernig hægt er að herða núverandi kerfi og hugbúnað með aðstoð Center for Internet Security (CIS).
Gunnar Leó Gunnarsson, Nanitor

13:00   Hvernig maður finnur EKKI veikleika
Farið verður yfir hvernig á ekki að finna veikleika og tekið nýlegt og raunverulegt dæmi um það. Hvernig á maður að bregðast við þegar einhver bendir manni á veikleika?
Theódór R. Gíslason, Syndis

13:20   Pallborðsumræður
Rætt um efni fyrirlestrana í víðara samhengi. Opið fyrir spurningar og umræður fundargesta við fyrirlesara og aðra sérfræðinga.

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Guðbjörg Sigurðardóttir, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti


20190320 134431
20190320 134439
20190320 134455
20190320 134501
20190320 134510

  • 20. mars 2019