Aðalfundur Ský
AÐALFUNDUR SKÝ 2019
FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR KL. 12 - 14
Engjateigi 9, kjallara
Fundurinn er einungis opinn skráðum félagsmönnum í Ský.
Boðið verður uppá samlokur og hvetjum við alla til að efla tengslanetið.
Vinsamlegast athugið að tilkynna þarf þátttöku fyrirfram á fundinn með því að senda tölvupóst á sky@sky.is eigi síðar en miðvikudaginn 27. febrúar.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins
FAGHÓPAR INNAN SKÝ ERU EFTIRTALDIR OG ER KOSIÐ Í STJÓRN ÞEIRRA Á AÐALFUNDI SKÝ (NEMA ÖLDUNGADEILD). HVETJUM VIÐ FÉLAGA TIL AÐ TAKA VIRKAN ÞÁTT Í STARFINU MEÐ OKKUR OG GEFA KOST Á SÉR Í STJÓRNIR FAGHÓPA - HELSTU VERKEFNI FAGHÓPA ERU AÐ UNDIRBÚA 1-3 VIÐBURÐI Á VETRI UM MÁLEFNI FAGHÓPSINS.
Veldu faghóp til að sjá nánari upplýsingar um viðkomandi hóp:
- Fjarskipti
- Fókus - upplýsingatækni í heilbrigðisgeiranum
- Hugbúnaðargerð
- Menntun, fræðsla og fræðistörf í UT
- Rafræn opinber þjónusta
- Rekstur tölvukerfa
- Vefstjórnun
- Öryggismál
- Öldungadeild
Hvetjum alla áhugasama sem vilja starfa í faghópum að bjóða sig fram. Auk þess vantar fólk í Orðanefnd Ský, Siðanefnd og Ritnefnd Tölvumála ásamt stjórn Ský.
Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, faghópa eða nefndir Ský eru beðnir að hafa samband í gegnum sky@sky.is sem allrafyrst. Bendum á að tilkynna þarf um framboð í stjórn Ský eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.
-
28. febrúar 2019