Skip to main content

Workplace

Hádegisfundur á Grand hóteli (Gullteig 1. hæð)
12. sept.  kl. 12-14

 ENDALOK INNRI VEFSINS EÐA SAMSTILLT HJÓNABAND?

FACEBOOK WORKPLACE REYNSLUSÖGUR 

Twitter: @SkyIceland #WorkplaceInnri

Hér er á ferðinni spennandi viðburður þar sem fjallað verður um notkun fyrirtækja og stofnana á samskiptamiðlinum Workplace by Facebook frá ýmsum sjónarhornum og þeirri spurningu velt upp, hvort komið sé að endalokum hefðbundinna innri vefja eða hvort og þá hvernig þessi verkfæri vinna saman. Workplace hefur náð mikilli útbreiðslu hérlendis á skömmum tíma og eflaust margir að velta þessum möguleika fyrir sér. Hverjir eru kostirnir? Gallarnir? Og hvaða áhrif hefur þetta á hefðbundna innri vefinn?

Erindin eru áhugaverð fyrir alla sem hafa áhuga á vefmálum, samskiptamálum og mannauðsmálum.

DAGSKRÁ:

11:50  Húsið opnar

12:05  Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20  Workplace? Innri vefir RIP
Landspítali opnaði nýjan ytri vef fyrr á þessu ári og hyggst ræsa nýjan innri vef núna á haustdögum. Í millitíðinni hefur spítalinn innleitt samskiptamiðilinn Workplace fyrir starfsfólk. Tæplega ári síðar hafa nær allir 5.000 starfsmenn Landspítala skráð sig inn á Workplace og þúsundir manna þar nota miðilinn daglega. Workplace gjörbreytir kröfum flestra vinnustaða til hefðbundinna innri vefja og Stefán Hrafn veltir fyrir sér hvort miðillinn núlli kannski hreinlega út  þörfina víðast hvar.

Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar LSH

12:45  Með Workplace til tunglsins
Workplace hefur óneitanlega haft áhrif á samskipti og upplýsingaflæði innan Landsnets. Í fyrirlestrinum er fjallað um innleiðingu Workplace hjá Landsneti og hvernig þau hafa nýtt sér þennan möguleika og þannig breytt nánast öllum samskiptum innanhúss hjá sér. Hraðari miðlun upplýsinga og skilvirkari framkvæmdastjórafundir, hver vill það ekki?

Ólafur Kári Júlíusson, mannauðssérfræðingur hjá Landsnet

13:10 Workplace á stærsta skemmtistað í heimi! 
Fjallað verður um hvernig Workplace hefur breytt vinnubrögðum, leyst af innri vef, fækkað tölvupóstum og bætt upplýsingaflæði hjá Nova!

Guðrún Einarsdóttir, verkefna- og vörustjóri hjá Nova

13:35  Pallborðsumræður

14:00  Fundarslit

Fundarstjóri: Ólafur William Hand, upplýsinga- og markaðsstjóri Eimskips

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun

Matseðill: Léttsaltaður þorskur með tómatkjötsósu, avókadó, basil og bankabyggi.
Sætindi / kaffi /te á eftir.

Þátttökugjald:
Félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Utanfélagsmenn: 9.700 kr.


20180912 125302
20180912 125359
20180912 125443
20180912 125456
20180912 125504
20180912 132000

  • 12. september 2018