Morgunráðstefna - Með puttann á púlsinum
Morgunráðstefna á Grand hóteli
5. sept. kl. 8:30 - 11:00
Með puttann á púlsinum
Morgunverðarhlaðborð frá kl. 8:00 - 8:30
Twitter: @SkyIceland #MedPuttannAPulsinum
Fyrsti viðburður Ský fjallar um heitustu málin framundan í vetur og gefur okkar besta tæknifólk ráðstefnugestum innsýn í mikilvæg málefni sem þarf að huga að á næstunni í tækniheiminum.
Frábært tækifæri til að hitta félagana eftir sumarfrí og þar sem við erum í afmælisskapi í tilefni þess að Ský varð 50 ára á árinu fá félagsmenn Ský frítt inn á viðburðinn en aðrir gestir greiða 5 þúsund krónur inná ráðstefnuna.
Takmarkaður fjöldi kemst að og því um að gera að skrá sig sem fyrst.
DAGSKRÁ:
8:00 Húsið opnar
Morgunverðarhlaðborð og heilsað uppá vini og kunningja í tölvugeiranum!
8:30 Setning ráðstefnu
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
8:45 Að hakka epli á mannamáli
Stafræn kjarnorkusprengja? Farið verður yfir þær öryggishættur sem steðja að stórum sem smáum fyrirtækjum og farið yfir reynslusögu hjá stóru erlendu fyrirtæki þar sem epli var hakkað með notkun á 0-day öryggisveikleika
Theodór Ragnar Gíslason, Syndis
9:05 Hverjir eru að missa vinnuna?
Sjálfsafgreiðsla í víðu samhengi
Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Origo
9:25 Stafræn stefnumótun “do it or die”
Nauðsyn þess að stafræn stefna sé stór hluti af stefnu fyrirtækja og hvernig megi finna henni farveg samhliða almennum rekstri og viðhaldi í UT
Birna Íris Jónsdóttir, Sjóvá
- Örstutt hlé -
9:55 Íslenska fjártækniundrið - eða glundrið?
Er Ísland best í heimi þegar kemur að framþróun fjártæknilausna til að einfalda líf almennings? Erum við að nýta mögulega sérstöðu Íslands í þessum efnum?
Aðalgeir Þorgrímsson, RB
10:15 Að byggja gagnaver - án skóflu
Áskoranir við að byggja 5 stjörnu gagnahótel í Reykjavík
María Ingimundardóttir, Opin kerfi
10:35 Stórar hugmyndir, lítill tími! - féll því miður niður vegna veikinda
Áskoranir verkefnastjórans gagnvart viðskiptavini og væntingastjórnun í upphafi verkefna
Díana Dögg Víglundsdóttir, Premis
10:55 Samantekt og lokaorð
11:.00 Ráðstefnu lýkur
Fundarstjóri: Kristján Ólafsson, stjórn Ský
Undirbúningsnefnd: Stjórn Ský
Þátttökugjald:
Félagsmenn Ský: 0 kr.
Utanfélagsmenn: 5.000 kr.
-
5. september 2018