Íslensk vefverslun - erum við á réttri leið?
Hádegisfundur á Grand hóteli 21. mars 2018 kl. 12-14
Íslensk vefverslun - erum við á réttri leið?
Twitter: @SkyIceland #vefverslun
Undanfarna mánuði hefur hraður vöxtur verið í innlendri vefverslun og margir neytendur eru farnir að bæta verslun á netinu við sín reglulegu innkaup. En hversu langt eru íslenskar vefverslanir komnar? Standast þær samanburðinn við þær erlendu hvað varðar framsetningu og þjónustu? Á fundinum verður fjallað um vefverslun á breiðum grunni og fyrirlesarar gegna ólíkum hlutverkum. Þeir munu gefa fundargestum innsýn í hvað það þurfi til að setja upp góða vefverslun og hvað þurfi að vera til staðar í vefverslun svo hún teljist góð, hvað hefur reynst vel og hvað ber að varast? Hvað þarf að vera til staðar á bakvið tjöldin? Hvað er það sem íslenskir neytendur vilja og styður íslenskt viðskiptaumhverfi vel við netverslanir landsins? Einnig verður áhugavert að heyra hvernig fyrirlesarar sjá fyrir sér þróun íslenskar vefverslunar.
Fundurinn er fyrir starfsfólk og stjórnendur vefverslana og aðra sem hafa áhuga á vefverslun og þróun hennar á Íslandi.
Dagskrá:
11:50 Afhending gagna
12:05 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20 Ég þori ekki að kaupa á netinu
Um reynslusögur, mistök og sigra. Það dylst engum sem fylgist með að notkun vefverslana hefur aukist til muna og mun aukast enn frekar í náinni framtíð. Verslanir eru að fækka sínum “brick and mortar” verslunum og snúa sér í æ auknum mæli að vefnum. Hvað þarf að hafa í huga fyrir vel heppnaða vefverslun, hvað ber að varast og hvernig vinnur vefverslun með hefðbundinni verslun.
Steinunn Jónasdóttir, ofurvefverslunarnotandi og vefstjóri hjá Samskipum
12:40 Verðlaunasjoppa á vefnum
Vefverslun Nova hlaut íslensku vefverðlaunin 2017. Farið verður yfir tilurð vefverslunarinnar, markmið, helstu áskoranir og sigra. Verkefnið er í stöðugri þróun og ýmsar spennandi nýjungar eru væntanlegar í framtíðinni.
Magnús Árnason, nova.is
13:00 Vefverslun er þolinmæðis verk
Það er mikið verk að stofna vefverslun í geira sem flestir hafa ekki trú á og/eða hafa gefist upp á. Hindranir og áskoranir eru margar og það getur tekið á þolinmæðina að leysa vandamál sem hafa ekki verið leyst áður.
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, boxid.is
13:20 Vefverslun – EKKI bara IT mál
ELKO hefur upplifað mikla vaxtarverki undanfarin ár og var tekin 360° breyting á vinnuferlum til að mæta aukningu í fjölda pantana, minnka gæðavandamál og til að geta mætt kröfum viðskiptavina um hraðari afhendingu. Ein af stoðum góðrar vefverslunar er rétta teymið til að geta unnið saman að þeim áskorunum sem framundan eru í hraðri tækniþróun, auknum vexti og kröfum íslenskra neytenda að innlendar netverslanir standi jafnfætis við erlendar risanetverslanir.
Dagbjört Vestmann, elko.is
13:40 Pallborð
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Birna Magnadóttir vefstjóri Ríkiskaupa
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun
Matseðill: Mascrapone og baconvafin kjúklingabringa með seljurótar kartöflumús. Sætindi / kaffi /te á eftir.
Verð fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
-
21. mars 2018