NútímaKennsla
Hádegisfundur á Grand hóteli 14. mars 2018 kl. 12-14
Erum við betur stödd með nútímatækni í kennslu eða er hún hamlandi?
Twitter: @SkyIceland #NutimaKennsla
Mikil þróun hefur orðið á miðlun námsefnis undanfarin ár og nútímalausnir á netinu í auknu mæli notaðar í kennslu. Hvernig hafa þessar lausnir nýst í skólastarfinu og hvaða áhrif hafa þær á íslenska tungu?
Fundurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á framþróun nútímatækni, íslenskri tungu og menntamálum.
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:40 Google lausnir í skólastarfi?
Síðustu ár hefur Google lagt mikla áherslu á að útvega lausnir sem eru sérstaklega sniðnar að skólastarfi á 21. Öldinni. Í Fellaskóla hefur verið þróunarverkefni um nokkurt skeið þar sem möguleikarnir með Google lausnum hafa verið skoðaðir.
Páll Ásgeir Torfason, grunnskólakennari í Fellaskóla
12:40-13:00 Nám nútímans - í skýjum, sýndarveruleika og á samfélagsmiðlum
Ógrynni verkfæra eru nú aðgengileg fyrir nemendur við nám sitt og geta þeir leitað víðar fanga en áður hefur þekkst. Þeir geta einnig verið í samstarfi og samskiptum um nám sitt hvenær sem er, hvar sem er. Skiptir þetta máli?
Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólanum á Tröllaskaga
13:00-13:20 Khan Academy í stærðfræði á framhaldsskólastigi
Tækniskólinn hefur keyrt stærðfræðiáfanga þar sem megin áhersla er lögð á vinnu í Khan. Engin kennslubók og allt unnið rafrænt. Námið er skipulagt þannig að nemandinn vinnur á sínum forsendum og er námsmatið blanda af vinnuframlagi og færni í stærðfræði.
Þorsteinn Kristján Jóhannsson, stærðfræðikennari Tækniskólanum
13:20-13:40 Íslenska í ólgusjó: Áhrif samfélags- og tæknibreytinga á tungumálið
Í erindinu verður fjallað um hvernig þær miklu samfélags- og tæknibreytingar sem hafa orðið á Íslandi undanfarinn áratug gætu haft áhrif á íslenskuna. Hugtakið "stafrænn tungumáladauði" (e. digital language death) verður kynnt, rætt hvort líkur séu á að slíkur dauði bíði íslenskunnar, og hvort stafrænn dauði leiði óhjákvæmilega til dauða í raunheiminum.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Hugvísindasvið HÍ.
13:40-14:00 Tækni og máltaka barna: Málörvun eða vanörvun?
Sífellt gagnvirkari og notendavænni lausnum fylgir stóraukið en um leið umdeilt aðgengi barna að tækni. Hvaða áhrif hefur þetta á málþroskann? Er verra að stafrænt efni sé á öðru tungumáli en móðurmáli barnanna? Í erindinu verður lögð áhersla á samspil tækni og máltöku og kynntar nýjar leiðir til þess að leita svara við þessum spurningum.
Íris Edda Nowenstein, doktorsnemi við Háskóla Íslands
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Disa Anderiman
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT.
Matseðill: Kókosbætt kjúklingasúpa með lime og tailensku karrý. Sætindi / kaffi /te á eftir.
Verð fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
Verð fyrir einstaklinga utan vinnumarkaðar: 5.000 kr.
-
14. mars 2018