Innri vefir
Hádegisfundur á Grand hóteli
28. september kl. 12-14
"Innri vefir þurfa ást og umhyggju"
Twitter: @SkyIceland #InnriVefir
Mikil þróun og endurnýjun hefur átt sér stað að undanförnu þegar kemur að lausnum er að varða innri samskipti hjá fyrirtækjum og stofnunum. Síðustu misserin hafa ýmsar lausnir komið fram hjá fyrirtækjum og stofnunum til að bæta innri samskipti og markaðsetningu. Bæði hafa samfélagsmiðaðir innri vefir litið dagsins ljós á meðan flestir fara ennþá hefðbundnari leiðir þegar kemur að innri vefjum.
Hver sem lausnin er þá eiga allir innri vefir það sameiginlegt, að til þess að þeir vaxi og dafni þurfa þeir ást og umhyggju.
Á þessum hádegisfundi munum við heyra fjögur mismunandi innlegg frá aðilum sem allir hafa reynslu af innleiðingu og viðhaldi af innri vefs lausnum.
Dagskrá:
11:50-12:00 Afhending gagna
12:00-12:20 Hádegishlaðborð fyrir framan Gullteig
- tengslanetið eflt í leiðinni
12:20-12:40 Frá Esju til Orion
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, Háskólinn í Reykjavík
12:40-13:00 Hvernig Flugan hóf sig á loft
- samfélagsmiðaður innri vefur sem hluti af innri markaðssetningu
Heiðar Örn Arnarson , Isavia
13:00-13:20 Innri vefur á krossgötum
Selma Svavarsdóttir, Landsvirkjun
13:20-13:40 Innleiðing Facebook@work og lærdómskúrfan
Ólafur William Hand, Eimskip
13:40-14:00 Pallborðsumræður með fyrirlesurum
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Hvíta húsinu
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun
Matseðill: Hlaðborð að hætti Grand. Sætindi / kaffi /te á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.
-
28. september 2016