Vefurinn og ferðaþjónustan
Hádegisfundur á grand hóteli
fimmtudaginn 14. janúar kl. 12-14
"Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og vefmálin þróast með"
-Reynslusögur veffólks úr ferðaþjónustu-
Twitter: @SkyIceland #FerdaVefir
Eins og alkunna er hefur vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi verið mikill undanfarin ár og er ferðaþjónustan orðin stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. En hvar standa ferðaþjónustufyrirtæki þegar kemur að vefmálum? Hvernig eru fyrirtæki í ferðaþjónustu að nálgast vefmálin? Á þessum fundi leitum við svara hjá nokkrum aðilum úr ferðaþjónustu á Íslandi og heyrum reynslusögur þeirra.
Allir þeir sem áhuga hafa á vefmálum og ferðaþjónustu ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara.
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:40 Ferðaþjónusta og vefmál
Frá sjónarhóli ráðgjafans
Gunnar Thorberg Sigurðsson, Kapall
12:40-13:00 Hvert fóru allir?
Hvernig TripCreator hefur notað vefspjall og markvissa gagnaöflun til að bæta flæði á vefnum og fjölga þannig virkum notendum
Bragi Þór Antoníusson, TripCreator
13:00-13:20 Frá bloggara til framkvæmdastjóra
Að byggja upp "stórveldi" með efnismarkaðssetningu, samfélagsmiðlum og örlítið af húmor
Auður Ösp Ólafsdóttir, I heart Reykjavík
13:20-13:40 Vefur í vinnslu…
Lærdómur frá 12 ára vefsögu
Hjalti Már Einarsson, Nordic Visitor
13:40-14:00 Pallborðsumræður
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Daði Guðjónsson verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun
Matseðill: Kóriander og sítrus krydduð langa á fennel byggi borin fram með pestó jógúrtsósu. Konfekt og kaffi /te á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.
-
14. janúar 2016