Öryggislæsi
Hádegisfundur á Grand hóteli 11. mars 2015 kl. 12-13:40
Menntun og öryggislæsi
Twitter: @SkyIceland #MenntunOryggi
Með örri útbreiðslu upplýsingatækni og aukinni hættu sem stafar af árásum á upplýsingakerfi eykst nauðsyn þess að almenningur búi að lágmarks meðvitund um öryggishættur og hvernig beri að umgangast upplýsingakerfi þannig að gætt sé öryggis þeirra upplýsinga sem þau hýsa. Þessa meðvitund, sem nefna mætti öryggislæsi, er jafn mikilvægt að efla innan hins almenna skólakerfis og t.d. fjármálalæsi. Öryggishópur Ský stendur fyrir hádegisfundi um þetta málefni. Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá sig á hann fyrirfram.
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:40 ENTERCYBERTOWN: E-Safety in Schools, through E-Learning
Chris Jagger, Company Leader, 2creatEffects
12:40-13:00 Öryggi fyrir almenning
Guðni Hauksson, verkefnastjóri sérfræðináms, Promennt
13:00-13:20 Öryggisfræðsla í stjórnsýslunni – vefstjórar opinberra vefja
Björn Sigurðsson, vefstjóri í forsætisráðuneytinu
13:20-13:40 Samtal við borgarana á Facebook um öryggismál
Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
13:40-14:00 Ungt fólk og netöryggi
Vera Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur, innanríkisráðuneyti
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Svavar Ingi Hermannsson, upplýsingaöryggissérfræðingur, Pyngjan
Matseðill: Camembert gljáð langa með chili engifer kartöflum og karry kókos sósu. Konfekt / kaffi /te á eftir.
Undirbúningsnefnd: Hörður Helgi Helgason – Landslög, Ingimar Örn Jónsson – HÍ, Sigurður Emil Pálsson – innanríkisráðuneyti, Sturla Þór Björnsson – Advania og Ásgeir Davíðsson – Póst- og fjarskiptastofnun.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.500 kr.
-
11. mars 2015