CodeWeek
Hádegisfundur 8. október kl. 12-13
í kjallara Engjateig 9 (Verkfræðingahúsið)
“Forritum framtíðina - EU CodeWeek 2014”
Twitter: @SkyIceland #CodeIS #CodeEU
Hvað eiga smáforrit í síma, þvottavél, GPS leiðsögutæki, félagsleg samskipti á netinu og tölvuleikir sameiginlegt? Svar: Forritun. Forritun er ekki bara tækni heldur áhrifarík leið til að koma sköpun og hugmyndum á framfæri og forritun skapar fé og störf! Það vantar fleira fólk með skilning og menntun í tækni og forritun og hlutfall kvenna er undarlega lágt!
Evrópska forritunarvikan fer fram daganna 11. - 17. október og hefur það að markmiði að vekja áhuga og auka skilning fólks á forritun. Þessa viku fer fólk um alla Evrópu á námskeið og viðburði til að læra og kynnast forritun, en mörgum kemur á óvart hve skapandi, skemmtilegt og gríðarlega mikilvægt það er að kunna að forrita.
Fundurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á að skipuleggja viðburði og hrinda hugmyndum í framkvæmd með forritun á meðan á vikunni stendur eða í kringum vikuna. Líka þeim sem vilja bara njóta viðburðanna.
Dagskrá fundar
12:00-12:10 Mikilvægi forritunar fyrir framtíðina
Berglind Ósk Bergsdóttir, Plain Vanilla
12:10-12:20 Forrituð íþróttakennsla og samlokugerð
Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, Lágafellsskóli
12:20-12:30 Forritun með iPad
Ólafur Sóliman, Epli
12:30-12:40 Frumgerðasmíði með FabLab
Stefanía Kristinsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
12:40-12:50 Forritunarvikan með /sys/trum
Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, /sys/tur
12:50-13:00 Forskot til framtíðar - forritun er fyrir alla
Árdís Ármannsdóttir, Skema
13:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Svanbjörg H. Einarsdóttir, Evrópustofu
Boðið verður uppá samlokur á fundinum.
Frítt er á viðburðinn en þarf að SKRÁ SIG FYRIRFRAM þar sem húsrúm er takmarkað.
Hér eru nánari upplýsingar um CodeWeek:
http://www.skema.is/codeweek/ og á evrópsku síðunni: http://codeweek.eu/
Allar upplýsingar um Evrópsku forritunarvikuna gefur Árdís Ármannsdóttir, ardis@skema.is
-
8. október 2014