Skip to main content

Aðalfundur Ský

Kæri félagsmaður í Ský!

Aðalfundur Ský verður haldin
fimmtudaginn 27. febrúar kl. 16:30 að Engjateigi 9, kjallara

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins.

Boðið verður uppá léttar veitingar og hvetjum við alla til að efla tengslanetið í góðra vina hópi eftir fundinn.
Ekki er skylda að skrá sig á fundinn fyrirfram en til að tryggja að nægar veitingar séu í boði væri gott ef þú tilkynntir þátttöku með tölvupósti á sky@sky.is

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, faghópa eða nefndir Ský eru beðnir að hafa samband í gegnum sky@sky.is sem fyrst þar sem tilkynna þarf um framboð eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.

 Fyrir fundinum liggur breytingatillaga á  7.2 grein laga félagsins. Ástæða breytingarinnar er sú að einfalda og samræma lög Ský við samþykktir faghópa félagsins.

7.2 Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa sex menn, allir kjörnir til tveggja ára og skulu þeir ganga úr stjórninni á víxl. Kjósa skal formann sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum og kýs varaformann, ritara og gjaldkera. Tveir varamenn skulu kosnir til eins árs í senn.  Falli atkvæði jöfn á stjórnarfundum ræður atkvæði formanns. Hætti stjórnarmaður í félaginu á kjörtímabilinu skal varamaður taka sæti hans til næsta aðalfundar, en þá skal kjósa stjórnarmann í stað hans til loka kjörtímabils hans.  Tillögur um stjórnarmenn skulu sendar stjórninni eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund. Stjórn skal í upphafi starfsárs setja sér starfsáætlun í samræmi við markmið félagsins.

Verður:

7.2 Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa
sjö menn, allir kjörnir til tveggja ára og skulu þeir ganga úr stjórninni á víxl. Kjósa skal formann sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum og kýs varaformann, ritara og gjaldkera. Tillögur um stjórnarmenn skulu sendar stjórninni eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund. Stjórn skal í upphafi starfsárs setja sér starfsáætlun í samræmi við markmið félagsins.

 

Innan Ský starfa eftirfarandi faghópar og nefndir og hvetjum við félagsmenn til að bjóða fram krafta sína í stjórnir þeirra:
- ritnefnd Tölvumála
- orðanefnd
- siðanefnd
- faghóp um rekstur tölvukerfa
- faghóp um hugbúnaðargerð
- faghóp um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT
- faghóp um fjarskiptamál
- faghóp um öryggismál
- faghóp um vefstjórnun
- faghóp um upplýsingatækni í heilbrigðisgeiranum, Fókus
- faghóp um rafræna opinbera þjónustu

og til viðbótar er starfandi Öldungadeild innan Ský sem er með eigin aðalfund þann 25. febrúar.



  • 27. febrúar 2014