Sala á netinu
Hádegisfundur á Grand hóteli
miðvikudaginn 22. janúar 2014 kl. 12-14
“Sala á netinu - Hvernig nær maður árangri?”
Twitter: @SkyIceland #SalaNetinu
Um langt skeið hafa verið miklar vonir bundnar við vefverslun og sölu á netinu en árangurinn misjafn. Undanfarin misseri hefur vefverslun hins vegar tekið kipp og fyrirtæki stunda í vaxandi mæli öfluga markaðssetningu á netinu.
Á þessum hádegisfundi fáum við sérfræðing í markaðssetningu á netinu ásamt nokkrum reynslusögum úr verslun og ferðaþjónustu til að gefa okkur innsýn í hvernig hægt er að ná árangri á þessu sviði.
Drög að dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:40 Mikilvægi vefverslunar og samfélagsmiðla
Bragi Smith, Lín Design
12:40-13:00 Vöruþróun sem markaðstól, með Hollywood í farteskinu
Rósa Stefánsdóttir, Iceland Travel
13:00-13:20 Frá netföngum til viðskipta
Ingþór Ásgeirsson, Penninn
13:20-13:40 Markaðssetning á netinu - ekki bara tækninördamál
Þóranna K. Jónsdóttir, Markaðsmál á mannamáli
13:40-14:00 Pallborð - Spurningar og svör
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Heiða Gunnarsdóttir, Advania
Matseðill: Stórlúðusteik með með gljáðum fetaosti. Hvítvíns sveppasósa með rækjum – grænmeti og kartöfluteningar.
Konfekt / kaffi /te
Undirbúningsnefnd: Faghópur um vefstjórnun
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.000 kr.
-
22. janúar 2014