Skip to main content

Fjarskipti á heimilinu

Fjarskipti á heimilinu

Talar heimilisbíllinn og uppþvottavélin sama tungumál ?

Hádegisfundur á Grand Hóteli 16. janúar kl 12:00 – 14:00

#heimilid

Fyrir fáeinum áratugum var algengt að fjarskiptalagnir á heimili væru tvö strik á rafteikningu, tvö rör í raunveruleikanum með einum streng í hvoru röri. Annar strengurinn var koaxkapall frá loftneti, hinn tveggja línu símastrengur fyrir talsíma.  Fjarskiptalagnir á heimilum hafa tekið stakkaskiptum og skipa æ stærra hlutverk í hönnun og byggingu íbúðarhúsa.  Vandinn við slíka hönnun er ekki síst sá að við erum í hringiðju umbreytinga á notkun fjarskipta í stýringu, stjórn og afþreyingu á venjulegu heimili.   Eða verður þetta allt saman þráðlaust ?

Faghópur um fjarskiptamál boðar til fundar um fjarskipti innan heimilisins.  Á fundinn mæta fagaðilar og kynna sýn sjónarmið og upplýsa okkur um það  sem er í boði í dag og þeirra sýn á það hvernig við getum fært okkur fjarskiptin í nyt á komandi árum innan veggja heimilisins. 

Drög að dagskrá:

11:50 – 12:00     Afhending gagna

12:00 – 12:20     Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20 – 12:40     Hönnun fjarskiptalagna fyrir heimili. Nýr staðall um fjarskipti innan heimilisins.
                              Örlygur Jónatansson, Skjámynd/SART

12:40 – 13:00     Hússtjórnunarkerfi, ljós, hljóð og mynd
                              Magnús Þórðarson, Verkhönnun

13:00 – 13:20     Öryggiskerfi. Ný nálgun í samþættingu fjarskipta og öryggiskerfa.
                              Hrafn Leó Guðjónsson, Securitas

13:20 – 13:40     Samþætting raftækja heimilisins, sendir ísskápurinn innkaupalistann með SMS eða tölvupósti? 
                              Ingi Björn Ágústsson, Samsung Setrið

13:40 – 14:00     Skemmtilegar lausnir notaðar á nútíma heimili
                              Guðmundur Þór Reynisson, Netspor

14:00                   Fundi slitið

Fundarstjóri: Guðmundur Daníelsson, Orkufjarskipti

Undirbúningsnefnd: Stjórn fjarskiptahóps Ský

Matseðill:  Fiskitvenna dagsins með grænmetisrísottó og fáfnisgrassósu. Kaffi/te og konfekt á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar  3.000 kr. 


20130116 123736
20130116 123749
20130116 133119
20130116 133145
20130116 133204
20130116 133210
20130116 133211

  • 16. janúar 2013