Aðalfundur Ský
Spjaldtölvuvæðing í kennslu Norðlingaskóla
og
Aðalfundur Ský
þriðjudaginn 21. febrúar kl. 16:15
- fyrir alla félagsmenn Ský -
Engjateigi 9, kjallara
Stjórn Ský ákvað að aðalfundurinn í ár væri með örlítið breyttu sniði og bjóðum við öllum félögum að hlusta á og sjá stutta kynningu unglinga úr Norðlingaskóla sem nota spjaldtölvur við allt sitt nám.
Fyrst verður verkefnið kynnt stuttlega af Birni Gunnlaugssyni frá Norðlingaskóla og síðan ætla tveir 14 ára krakkar að sýna okkur hvernig þau nota spjaldtölvurnar í stað skólabóka, hvað þau eru að læra og hvernig þau upplifa þessa nýju nálgun í kennslu.
Þetta verður lifandi og skemmtileg kynning og biðjum við ykkur að mæta tímanlega
Strax á eftir verður aðalfundur Ský og boðið verður uppá léttar veitingar á honum !
Vonandi mæta sem flestir félagar og við eigum góða félagastund saman áður en farið er í saltkjöt og baunir heima við.
Dagskrá aðalfundar skv. félagssamþykktum:
1. Skýrsla stjórnar - stutt og skorinort
2. Skýrslur nefnda og starfshópa - örstutt frá hverjum faghópi
3. Reikningar félagsins - mjög auðlesnir
4. Lagabreytingar - liggja ekki fyrir
5. Ákvörðun félagsgjalda - ákvörðun tekin um tillögu stjórnar
6. Stjórnarkjör - ...þú verður ekki píndur í stjórn...
7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga - tillaga liggur fyrir
8. Nefndakjör - Ritnefndin vill bæta við fólki - vilt þú bætast í hópinn?
9. Önnur mál - aldrei að vita?
Fundarstóri: Hjörtur Grétarsson, stjórnarmaður í Ský
Gott væri að fá tölvupóst á sky@sky.is ef þú ætlar að mæta - engin skylda en hjálpar okkur að áætla fjölda.
-
21. febrúar 2012