Ávinningur og upplifun af rafrænum viðskiptum
Hádegisfundur á Grand hótel 20. september kl. 11:30-14
"Ávinningur og upplifun af rafrænum viðskiptum"
Mikil og góð þróun hefur átt sér stað hérlendis við innleiðingu rafrænna viðskipta undanfarna mánuði. Flest öll hugbúnaðarfyrirtæki eru komin með lausnir og mörg stór og lítil fyrirtæki ásamt stofnunum eru farin að nýta sér þessa tækni og ná fram ávinningi af nýtingu hennar.
Gert er ráð fyrir að fara yfir á mannamáli á fundinum hverju við höfum áorkað, hvert stefnt er með innleiðingu og hvaða vandamál/verkefni þarf að leysa til að Ísland nái aftur ásættanlegri stöðu í samanburði við Evrópuríki.
Dagskrá:
11:30-12:25 Afhending gagna og hádegishlaðborð
Þjónustuaðilar rafrænna viðskipta verða til spjalls og ráðagerða
12:25-12:35 Fundur settur
Hjörtur Þorgilsson, formaður Icepro
12:35-12:45 Staða og stefna ríkisins við innleiðingu rafrænna viðskipta
Helga Jónsdóttir, ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu
12:45-12:55 Ávinningar Reykjavíkurborgar við innleiðingu rafrænna viðskipta
Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
12:55-13:35 Reynslusögur:
N1, Kristján Gunnarsson
Rekstrarvörur, Heiðrún Hlín Guðlaugsdóttir
Hafnarfjarðarbær, Guðmundur Ragnar Ólafsson
13:35-13:50 Evrópa á mikilli siglingu
Bergþór Skúlason, sérfræðingur, National IT and Telecom Agency
Ministry of Science, Technology and Innovation
13:50-14:00 Fundarlok og spjall
Fundarstjóri: Hjörtur Þorgilsson, formaður ICEPRO
Matseðill: Hlaðborð með baguettes og tortillum. Gos / kaffi / te.
Aðilum sem veita þjónustu á sviði rafrænna viðskipta er boðið að kynna þjónustu/vörur sínar á meðan fólk er að skrá sig inn og borða, þ.e. frá kl. 11:30 – 12:25. Þegar hafa Skýrr, sendill.is, Dynax, InExchange og Maritech tilkynnt að þau verði með sýningarbás. Það er um að gera að mæta tímanlega og heyra í sérfræðingunum.
Undirbúningsnefnd: Sigrún Gunnarsdóttir frá Maritech, Hjörtur Grétarsson frá Reykjavíkurborg, Hjörtur Þorgilsson formaður ICEPRO.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.000 kr.
-
20. september 2011