Viðskiptahugbúnaður
Jólaráðstefna Ský í ár verður um nýjungar í viðskiptahugbúnaði
Staður: Gullteigur, Grand hótel
Stund: Miðvikudagurinn 8. desember kl. 13 – 17
Þróun viðskiptahugbúnaðar og lausna þeim tengdum hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu ár. Þessum kerfum hefur fleygt fram vegna ýmissa þátta svo sem eins og vefkerfi hafa þróast, upptaka staðla og aukin áhersla í samfélaginu á á gagnsæi og ytra eftirlit.
Á ráðstefnunni verða teknar til skoðunar nokkrar vel þekktar nýjungar, bæði kerfi og hugmyndafræði sem þegar hefur sannað sig í íslensku umhverfi.
Tilvalið tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á að heyra reynslusögur af því sem er áhugavert í viðskiptahugbúnaði í dag. Að ráðstefnu lokinni verður jólastund þar sem hægt er að kasta jólakveðju á aðra í tengslaneti Ský.
Dagskrá:
13:00 – 13:10 Setning ráðstefnu
13:10 – 13:30 Saga viðskiptahugbúnaðar
Sigurður Bergsveinsson hjá Vigor
13:30 – 13:45 Nýjungar í viðmóti viðskiptahugbúnaðar
Gunnlaug Ottesen hjá HugAx
13:45 – 14:00 Rekstraráætlun í Orra
Stefán Kjærnested hjá Fjársýslunni
14:00 – 14:15 Kaffi
14:15 – 14:30 Þróun viðskiptagreiningar (BI)
Birkir Björnsson hjá Miracle
14:30 – 15:00 Samþættinga kerfa
Skrifstofuvöndull - samþætting við viðskiptabúnað
Magnús Ingi Stefánsson hjá Skýrr
Vefþjónusta banka
Hermann Þór Snorrason hjá Landsbankanum
Sambankaskema
Sigríður Helga Hermannsdóttir hjá Maritech
15:00 – 15:15 Hvað eiga kerfisleiga og tölvuský sameiginlegt ?
Gunnar Karl Nielsson hjá Microsoft
15:15 – 15:35 Kaffi
15:35 – 15:50 Þarfasti þjónninn
Árni Matthíasson hjá Morgunblaðinu
15:50 – 16:10 Framtíð viðskiptahugbúnaðar næstu árin
Arnaldur Axfjörð hjá Admon
16:10 – 16:15 Samantekt og lokaorð - ráðstefnuslit
16:15 – 17:00 Jóladrykkur í boði Ský
Ráðstefnustjóri: Frosti Bergsson hjá Opnum kerfum
Undirbúningsnefnd: Sigrún Gunnarsdóttir, Stefán Kjærnested og Friðbjörn Hólm Ólafsson
Verð fyrir félagsmenn Ský 9.500 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn 11.500 kr.
Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.500 kr.
-
8. desember 2010