Aðalfundur fjarskiptahóps
Aðalfundur fjarskiptahóps Skýrslutæknifélagsins
Kæru félagar í fjarskiptahópi Ský, hér með er boðað til aðalfundar fjarskiptahópsins.
Dagsetning og tími: Miðvikudagur 28. apríl kl. 17:00
Staður: Fundarsalur í kjallara Engjateigs 9, í Verkfræðingahúsinu þar sem Ský hefur skrifstofu
Dagskrá:
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla formanns og umræður um hana.
Kosning stjórnar.
Í samþykktum segir um stjórn: „Stjórnin er kosin til eins árs í senn og er skipuð fimm mönnum, formanni og fjórum meðstjórnendum sem skipta með sér verkum eftir þörfum“.
Önnur mál.
Erindi Kjartans Briem, framkvæmdastjóra tæknisviðs Vodafone.
Erindið mun fjalla um GSM ráðstefnuna sem haldin var nýlega í Barcelona.
Með bestu kveðjum
Stjórn fjarskiptahóps Ský
-
28. apríl 2010