Aðalfundur Fókus
Kæru Fókusfélagar,
nú er komið að því að halda aðalfund Fókus og hann verður þann 24. nóvember kl. 16.15 á Grand hótel.
Fundurinn verður haldinn í lok ráðstefnu um upplýsingatæknimál í heilbrigðisþjónustunni.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
- Setning fundar og kynning dagskrár
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar félagsins um störf hans á liðnu starfstímabili
- Starfsáætlun næsta starfsárs lögð fram
- Breytingar á félagssamþykktum
- Kosning formanns
- Kosning annarra stjórnarmanna
- Kosning í nefndir félagsins
- Önnur mál
Stjórnarmenn hafa allir gefið kost á sér áfram til stjórnarsetu nema Bjarni Þór Björnsson í aðalstjórn. Kjósa skal um sæti hans til 2 ára og er hér með lýst er eftir framboði í hans sæti. Tekið skal fram að öllum félögum er frjálst að bjóða sig fram til stjórnarsetu í hvaða sæti sem er.
Ef einhver hefur tillögur um breytingar á félagssamþykktum er hann/hún beðinn um að senda þær til undirritaðrar hið fyrsta.
Félagssamþykktir Fókus má sjá á vef Ský www.sky.is
Vonast til að sjá sem flesta,
með kveðju,
Valgerður Gunnarsdóttir, formaður Fókus
-
24. nóvember 2009