Stofnfundur faghóps ROÞ
Skýrslutæknifélagið mun halda stofnfund faghóps um rafræna opinbera þjónustu
þann 28. janúar 2009 kl. 16:30 - 17:30 að Engjateigi 9, neðstu hæð
Dagskrá stofnfundar:
- Kynning á markmiðum faghópsins.
- Kynning á samþykktum fyrir faghópinn.
- Stjórnarkjör.
- Hugarflug og umræður um verkefni faghópsins.
Markmið faghóps um rafræna opinbera þjónustu eru:
- Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um rafræna opinbera þjónustu.
- Að auka samvinnu opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, í því skyni að stuðla að samræmdu heildarskipulagi í rafrænni þjónustu.
- Að stuðla að aukinni fræðslu um rafræna þjónustu, möguleika, hagræðingu og framþróun í takt við nýja tíma.
Faghópurinn kemur til með að standa fyrir ráðstefnum, hádegisverðarfundum, stuttum námskeiðum og spjallfundum.
Hefur þú áhuga?
Viltu gerast þátttakandi í faghópi um rafræna opinbera þjónustu?
Hefur þú skoðun á þessum málum?
Skráðu þig á núna með því að senda tölvupóst á sky@sky.is
Ath. að félagar í faghópnum þurfa að vera félagar í Skýrslutæknifélagi Íslands
Með bestu kveðju,
Undirbúningsnefnd
Eggert Ólafsson rekstrarstjóri, Reykjavíkurborg
Guðfinna B. Kristjánsdóttir upplýsingastjóri, Garðabæ
Halla Björg Baldursdóttir verkefnastjóri í rafrænni stjórnsýslu, forsætisráðuneyti
-
28. janúar 2009