Skip to main content

Net- og upplýsingaöryggi á tímum ófriðar

Óvissa ríkir í Evrópu um þessar mundir.  Óþekkt flygildi sjást yfir flugvöllum, óskýrðar truflanir eru á fjarskiptum við flugvelli, netárásir eru gerðar á fyrirtæki og innviði. Sæstrengir slitna oftar en áður. Er nethernaður hafin gagnavart NATO löndum Evrópu?

Hver er staða okkar íslendinga á þessum óvissutímum. Á fundinum verður fjallað um málið frá ýmsum hliðum.  Er hægt að lækka virði innviða landsins gagnvart mögulegum árásum?  Hvernig birtast netárásir í tengslum við hernað Rússa? Hvað með almenning á tímum vaxandi netógna?   Erum við örugg hér lengst úti í ballarhafi?

Verum vakandi gagnvart netógnum og stöndum saman til að verjast þeim.   Fundurinn er fyrir alla sem telja að varnir gegna netógnum skipti máli.

Dagskrá:

11:45   Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Kristján Valur Jónsson
12:15   Ástandsvitund í ótryggum heimi
Ástandsvitund þýðir í stuttu máli hvernig við getum metið stöðu okkar og þar með bætt viðbúnað og öryggi. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hinn stafræna þátt ástandsvitundar, sérstaklega hvernig er hægt að nýta svokölluð OSINT gögn, en til þeirra teljast meðal annars upplýsingar um tækni, starfsfólk og einstaklinga sem árásaraðilar geta nýtt sér til að velja skotmörk eða undirbúa árásir.
LinkedIn logo  Kristján Valur Jónsson, Seðlabanki Íslands
Bryndís Bjarnadóttir
12:35   Cyber in warfare - Netógnir á óvissutímum
Við upphaf innrás Rússlands inn í Úkraínu bjuggust margir við að netárásir myndu spila stærra hlutverk í stríðinu heldur en raun bar vitni. Í gegnum stríðið hafa verið risastórar taktískar breytingar hvernig Rússland notar netárásir gegn Úkraínu og öðrum ríkjum. Bryndís mun fara yfir þessar taktísku breytingar sem við höfum séð á síðustu árum er kemur að nethernaði og hvernig þær eru notaðar á stríðstímum. Einnig hvernig ríki eru að nota netárásir á mismunandi vegu til að ná fram sínum markmiðum.
LinkedIn logo  Bryndís Bjarnadóttir, Utanríkisráðuneytið

12:55   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Þóra Jónsdóttir
13:00   Félagslegt netöryggi – verkfærakista almennings á ófriðartímum
Hvað er í boði fyrir almenning í tengslum við vaxandi ógn í heiminum og upplýsingaóreiðu sem ástandinu fylgir?
LinkedIn logo  Þóra Jónsdóttir, Netvís
Pálmi Sigurðarson
13:20   Öryggi útlandasambanda
Fyrirlesturinn fjallar um stöðu Íslands í breyttu og ótryggu öryggisumhverfi Evrópu, áhersla er lögð á hvernig seigla þjóðfélagsins tengist öryggi og fjölbreytni útlandasambanda Íslands.
LinkedIn logo  Pálmi Sigurðarson, Farice

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Lóa Bára Magnúsdóttir
Fundarstjóri:
LinkedIn logo  Lóa Bára Magnúsdóttir




  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður:
    Piri piri kjúklingalæri með jógúrt sósu. Stökkir blómkálsvængir. Steikt hrísgrjón. Grillaðar sætar kartöflur og rauðlaukur. Tómatsalat með hvítlauk og kóríander. Grænt salat. Nýbakað brauð, smjör og hummus.