Skip to main content

2020 UT-Fyrirtækið

UT-Fyrirtækið 2019

UT-fyrirtæki ársins er flokkur fyrir fyrirtæki sem hafa unnið sérstaklega gott starf á árinu og hafa náð góðum árangri með einum eða öðrum hætti, á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðaljósi.

UT-fyrirtækið var verðlaunað á verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 7. febrúar 2020.

Tilnefnd voru MENIGA, MEN&MICE og HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS og hlaut MENIGA verðlaunin.

MENIGA
Meniga kerfið hefur farið sigurför um heiminn síðastliðinn ár og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 80 fjármálastofnunum um allan heim og er hann aðgengilegur yfir 65 milljón manns í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu bankar heims.

MEN&MICE
Men&Mice er íslenskt nýsköpunar- og tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir stórfyrirtæki og stofnanir sem reka flókna netinnviði. Undanfarin ár hefur fyrirtækið tekið stakkaskiptum með auknu vöruframboði, fleiri og stærri viðskiptavinum og margföldun á tekjum. Í dag eru yfir 10% af Fortune 100 fyrirtækjunum viðskiptavinir Men&Mice. Vara Men&Mice er einstök á alþjóðavísu og byggð á traustum grunni.

HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS
Öll vöktun á málum og frestum, dreifing mála o.s.frv. fer fram í upplýsingakerfi þeirra. Á vef Hæstaréttar er svokölluð vöktun. Lögmenn og aðrir sem vilja fylgjast með málum eða dagskrá réttarins geta sett viðkomandi mál , eitt eða fleiri, í vöktun. Vöktunin felur í sér að tölvupóstar berast á skráð netfang þegar breytingar verða á stöðu mála, t.d. þegar mál er sett á dagskrá, breyting verður á málflutningsdegi, mál tekið af dagskrá eða mál fær uppkvaðningardag. Einu sinni á sólahring er keyrsla vegna vöktunar og póstur sendur. Dagskrárupplýsingar einstakra mála er einnig hægt að bæta við eða færa inn í dagatöl. Málflytjendum er hægt að fletta upp í fellilista inn á dagskrársvæðinu eftir völdum tímabilum.