2020 UT-Stafræna þjónustan
UT-Stafræna þjónustan 2019
UT-Stafræna þjónusta ársins er flokkur ætlaður lausnum sem skara fram úr og einfalda daglegt líf fólks. Vefsíður, öpp og rafrænar þjónustur hvers konar falla undir þennan flokk.
UT-Stafræna þjónustan var verðlaunuð á verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 7. febrúar 2020.
Tilnefnd voru KARA CONNECT, RÚV og METADATA og hlaut KARA CONNECT verðlaunin.
KARA CONNECT
Byltir aðgengi að hjálp í heilbrigðisgeiranum.
Kara er veflausn sem tengir skjólstæðinga og sérfræðinga í mennta-, velferðar- og heilbrigðisgeiranum. Hugbúnaðurinn, gerir skjólstæðingum kleift að þiggja og ólíkum sérfræðingum að veita, bestu fáanlegu þjónustu og meðferð sem völ er á, hvar og hvenær sem er í gegnum öruggt fjarfundakerfi. Markmiðið er að bylta aðgengi skjólstæðinga að sérfræðiþjónustu og um leið nútímavæða starfsumhverfi sérfræðinga.
RÚV – miðlun um tækni og nýsköpun
Sem dæmi má nefna pistla Guðmundar Jóhannessonar og Stjörnu Sævars.
Efnistökin eru ekki bara fjölbreytt heldur ótrúlega skemmtilega framsett á þann hátt að þau sem ekki hafa jafn mikinn áhuga á tækniframförum og finnst tæknin flókin hrífast með og sýna áhuga. Þeir tala til fólksins á mannamáli og segja frá öllum þessum flóknu atriðum þannig að flestir skilji og geti áttað sig á hvað sé að gerast, afhverju og hvernig það virkar í sinni einföldustu mynd. RÚV hefur einnig verið framarlega í þáttargerð um tækni svo sem Kóðinn og fleiri þættir síðustu árin.
METADATA - Tekjusagan.is
Myndræn túlkun á mannamáli.
Tekjusagan er gagnvirkt tæki stjórnvalda sem gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa yfir tímabil sem spannar um aldarfjórðung. Tekjusögunni er ætlað að aðstoða stjórnvöld við að meta áhrif breytinga á sköttum og bótum á lífskjör einstakra hópa. Hlutverk Metadata í verkefninu var að tryggja gagnameðhöndlun og skýra framsetningu til lesenda Tekjusögunnar ásamt því að útfæra viðmót og stýringar vefsins sem keyrir á þjónustum Microsoft í Azure skýinu.