Girls In ICT Day
"Girls In ICT Day" eða "Stelpur og tækni" dagurinn
eins og við höfum kallað hann var fyrst haldinn á Íslandi árið 2014.
Girls in ICT Day er haldinn víða um heim og styrktur af ITU (International Telecommunication Union) og Evrópusambandinu í tengslum við Digital Agenda. Um er að ræða alþjóðlegan dag og er haldið uppá hann víðsvegar fjórða fimmtudag í apríl ár hvert. Þar sem það hittir alltaf á frídag á Íslandi er valinn annar dagur nálægt fjórða fimmtudegi hér á landi og fleiri lönd í Evrópu halda daginn hátíðlegan annan dag en miðað er við.
Dagurinn heldur út sérstakri heimasíðu á Facebook og einnig er að finna upplýsingar um daginn hjá ITU.
Myndir frá viðburðinum hér á Íslandi má finna í myndasafninu á Facebook.
2021: Miðvikudaginn 19. maí 2021 er dagurinn haldinn á áttunda sinn á Íslandi og með rafrænum hætti annað árið í röð. Sameiginlegri dagskrá er streymt til þátttökuskólanna og svo boðið upp á vinnustofur
2020: Miðvikudaginn 20. maí 2020 var dagurinn að þessu sinni haldinn með rafrænum hætti vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. Sameiginlegri dagskrá streymt til allra þátttökuskólanna og boðið upp á vinnustofur í vefsíðuforritun í Wordpress og tónlistarforritun í Sonic pi.
2019: Miðvikudaginn 22. maí 2019 komu tæplega 1.000 stelpur úr 9. bekk frá höfuðborgarsvæðinu í HR og 32 tæknifyrirtæki þar sem þær fengu að kynnast tækninámi og tæknistörfum.
2018: Stelpur og tækni fimmtudaginn 3. maí. Um 700 stelpur áttu frábæran dag og einnig fór vibðurðurinn fram fyrir vestan, austan og norðan.
2017: Fimmtudaginn 27. apríl 2017 tóku HR, Ský og SI á móti tæplega 400 stelpum úr skólum á höfuðborgarsvæðinu og fóru þær í vinnustofur og síðan í heimsókn til um 20 fyrirtækja. Einnig tóku stelpur á svæðinu í kringum Akureyri þátt síðar í maí og hugsanlega á Ísafirði.
2016: Ský, Háskólinn í Reykjavík og Samtök iðnaðarins standa fyrir þátttöku Íslands í alþjóðlega verkefninu "Girls in ICT Day"#GirlsInICT#StelpurOgTækni" og var hann haldin í 3ja sinn fimmtudaginn 28. apríl. Dagurinn fór þannig fram að yfir 400 stelpur úr 9. bekk fá tækifæri til að kynnast tölvu- og tæknistörfum hjá fyrirtækjum ásamt því að taka þátt í fróðlegum vinnustofum. 2016 komu um 400 stelpur úr 9. bekk og tóku þátt í deginum, bæði frá Reykjavík og Austurlandi. Um 20 tæknifyrirtæki tóku síðan á móti þeim í lok dags.
2015: Þriðjudaginn 28. apríl 2015 er dagurinn haldinn hátíðlegur í annað sinn af HR, Ský og SI. Dagskráin er með svipuðu sniði og í fyrra og mæta um 100 stelpur úr 9. bekk Hólabrekkuskóla, Árbæjarskóla, Fellaskóla og Ölduselsskóla á daginn. Byrjað er á vinnustofum í HR um þrívíddarprentun, heimasíðugerð myndaleit á vefnum.& Síðan fara hóparnir í heimsókn til tæknifyrirtækja og leysa stutt verkefni tengd tölvutækni. Í ár taka Meniga, Mentor, Betware og Tempo á móti stelpunum. Vonumst við til þess að allir njóti dagsins og sjái í leiðinni í hverju tölvugeirinn starfar
2014: Þriðjudaginn 30. apríl 2014 var Stelpu og tæknidagurinn haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Að honum stóðu HR, Ský, SI, Skema, /sys/tur, GreenQloud, Advania, Hugsmiðjan og Marorka, sem lögðu sitt af mörkum til þessa vel heppnaða verkefnis. Um 100 stelpum í 8. bekk var boðið frá Hörðuvallaskóla, Hlíðaskóla, Austurbæjarskóla, Garðaskóla og Laugalækjarskóla.