Í vélasal Skýrr eru komnar tvær mikilvirkar tölvur, IBM 4341-12, sem hvor fyrir sig hefur 4 milljón stafa minni (4 Mbyte).
1985
Skýrr hefur á að skipa fjórum tölvum. Það eru tvær IBM 4381-2 tölvur, hvor með 16 Mbyte minni, og tvær IBM 4341-12 tölvur með 8 og 12 Mbyte minni. Samtals er minni tölva Skýrr því orðið 52 Mbyte.
1986
Fyrsta tenging Íslands við Internetið kemst á, UUCP-tenging (unix-to-unix copy) frá Hafrannsóknastofnun til Evrópska unix-netsins (EUnet) í Hollandi.
Nettengingu komið á milli Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar. Þar með komst íslenska Internetsamfélagið ISnet í samband við umheiminn.
1987 Fyrstu .is lénum úthlutað
1988 Fyrstu IP addressum úthlutað 130.208.0.0/16 til SURIS
1989
ISnet tengist NORDUnet í Danmörku með IP-tengingu 21. júlí. Hraði 2,4 kbs.