Annálar 1961 - 1970
1961 - 1970
- 1961
- Ottó A. Micheslen, forstjóri IBM á Íslandi, og Bjarni P. Jónasson, forstjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar, undirrita, í mars eða apríl, leigusamning um IBM 1401 vélasamstæðu.
- 1962
- Fjármálaráðherra (Gunnar Thoroddsen) fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og borgarstjórinn í Reykjavík (Geir Hallgrímsson) fyrir hönd Reykjavíkurborgar staðfesta nýjan sameignarsamning um Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar (sem áður hétu Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar).
- 1964
- Skýrsluvélar fá IBM 1401 tölvu. Skýrsluvélar flytja í nýtt sérhannað hús að Háaleitisbraut 9.
- Háskóli Íslands fær IBM 1620 tölvu.
- 1967
- Fyrsti „rafreiknir“ Landsbanka Íslands gangsettur 10. apríl í sérinnréttuðu húsnæði á 3. hæð að Laugavegi 77. Tölvan var af gerðinni IBM 360/20 og hafði 16K vinnsluminni.
- 1968
- Skýrsluvélar leigja IBM 360/30 tölvusamstæðu búna segulböndum, seguldiskum og lesstöð fyrir gataræmur. Viðamestu skrár á gataspjöldum færðust nú á segubönd.
- 1970
- Tekið í notkun reiknilíkan við mat á verðmæti fasteigna. Líkanið var forrritað í FORTRAN II fyrir IBM 1620 tölvu Reiknistofnunar Háskólans.