Skip to main content

Bókin „Tölvuvæðing í hálfa öld“

Tölvuvæðing í hálfa öld
- Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014

Tolvuvaeding kapa

Í tilefni þess að árið 2014 voru 50 ár frá því að fyrsta alvöru tölvan kom til Íslands árið 1964 var ákveðið að ráðast í það verkefni að taka saman sögu tölvuvæðingar á Íslandi.  Sagan var birt í vefútgáfu vorið 2016 en ákveðið var að halda verkefninu áfram og gefa söguna út í prentformi og kom hún út þann 6. apríl 2018.  

Bókin ber heitið: „Tölvuvæðing í hálfa öld - Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014“ og er skrifuð af Önnu Ólafsdóttur Björnsson en í ritnefnd voru Arnlaugur Guðmundsson (formaður ritnefndar), Sigurður Bergsveinsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Frosti Bergsson, Gísli Már Gíslason, Gunnar Ingimundarson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Sigríður Olgeirsdóttir. Ritsjóri var Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský. 

Það er skemmst frá því að segja að bókin er skemmtileg aflestrar og fullt af skemmtilegum sögum og staðreyndum um tölvuvæðingu á Íslandi en rétt að taka strax fram að þetta er ekki bók með upptalningu á fyrirtækjum, tækjum eða hugbúnaði á Íslandi.  Hægt að nálgast söguna eins og hún fór á vefinn www.sky.is  en í bókinni er búið að umorða texta og kafla á mörgum stöðum og myndskreyta. Stefnan er svo að halda áfram að halda utan um þessa merkilegu sögu á vefnum og því tekið við nýju efni til birtingar þar í framtíðinni.

Bókin er seld í völdum verslunum hjá Penninn/Eymundsson og einnig í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi.

Saga tölvuvæðingar á Íslandi er einnig á vef Ský í nánari útfærslu og með viðbótum