Skip to main content

2019 UT-Fyrirtækið

UT-Fyrirtækið 2018

Flokkurinn er fyrir fyrirtæki sem hafa unnið sérstaklega gott starf á árinu og hafa náð góðum árangri á einn eða annan hátt. Fyrirtæki sem hafa verið að gera góða hluti á innlendum sem erlendum vettvangi með upplýsingatækni að leiðaljósi.

UT-fyrirtækið var verðlaunað nú í fyrsta sinn á tíundu verðlaunahátíð UT-verðlauna Ský á UTmessunni 8. febrúar 2019.

Tilnefnd voru NOX MEDICAL, MENIGA og MAREL og hlaut NOX MEDICAL verðlaunin.

NOX MEDICAL
Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa fengið jafn mikla umfjöllun fyrir góðan árangur á UT sviðinu en Nox Medical. Nox medical hefur skapað sér sérstöðu á sviði svefnrannsókna í heiminum. Nox medical hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar og verkefni.

MENIGA
Meniga kerfið hefur farið sigurför um heiminn síðastliðinn ár og unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 80 fjármálastofnunum um allan heim og er hann aðgengilegur yfir 65 milljón manns í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu banka heims.

MAREL
Fá íslensk tæknifyrirtæki eiga sér jafn langa og árangursríka sögu og Marel. Marel hefur allt frá upphafi nýtt upplýsingatækni í þróun sinni og framleiðslu. Síðastliðin misseri hefur Marel nýtt gervigreind ýmiskonar við þróun sína. Marel er vel þekkt á sínu sviði um heim allan.