Skip to main content

Hugbúnaðarráðstefna

Hugbúnaðargerð á krossgötum
Ský stendur fyrir ráðstefnu um áskoranir í starfsumhverfi hugbúnaðargeirans og nýjungar í aðferðafræði
þriðjudaginn 20. nóvember 2007 á Grand Hótel Reykjavík
frá kl.13:00-16:00

Að þessu sinni verður farið vítt og breitt yfir þau viðfangsefni sem þeir sem stunda hugbúnaðarþróun standa frammi fyrir þessi missserin. Fjallað verður um þann skort sem er á menntuðu tölvufólki en hann er víða farinn að hafa verulega hamlandi áhrif á framþróun og rekstur upplýsingatæknimála.  Reynt verður að varpa ljósi á umfang vandans og hvernig á að bregðast við honum í bráð og lengd.
Krafan um öguð vinnubrögð í upplýsingatækni er sífellt háværari en velja má úr mörgum mismunandi aðferðum til að leysa stór og smá verkefni. Fjallað verður um mismunandi leiðir til að leysa verkefni.

 

Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um þær sívaxandi kröfur sem gerðar eru til öryggis í hugbúnaðarþróun en þær aukast eftir því sem upplýsingatækni verður miðlægari í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Að síðustu verður farið yfir þá athyglisverðu þróun í vefþjónustu sem gerir æ auðveldara að samhæfa og tengja ólík kerfi.

Reynt verður að svara þessum spurningum:
•    Hvert er umfang skorts á fagfólki í upplýsingatækni hér á landi og hvernig er hægt að bregðast við honum
•    Á hvaða hátt má nýta útvistun til að vinna upplýsingatækniverkefni og hvernig má stýra slíkum verkefnum þegar unnið er með birgjum frá ólíkum menningarsvæðum
•    Hvernig er draumavinnustaður forritarans
•    Hvernig er hægt að velja réttu aðferðina sem tryggir réttu niðurstöðuna í stórum sem smáum verkefnum?
•    Hver hefur þróunin verið í þróun Service Oriented Architecture (SOA) tækni
•    Hvernig geta hugbúnaðarhús og fyrirtæki nýtt vefþjónustuskema fyrir innlend bankaviðskipti sem íslenskir bankar og sparisjóðir hafa innnleitt

Drög að dagskrá:

12:45 Skráning þátttakenda
13:00 Guðbjörg Sigurðardóttir ráðstefnustjóri opnar ráðstefnuna
13:05 Mannekla í upplýsingatækni á Íslandi
Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi 
13:20 Endurhönnun vefsvæðis Actavis - Glærur -
Um verkefnisstjórnun í hugbúnaðargerð á milli landa
Farið verður yfir reynslu af samstarfi í hugbúnaðargerð á milli Íslands og Búlgaríu með hliðsjón af vinnu Eskils við vefsvæði Actavis
Þorfinnur Skúlason verkefnastjóri hjá Eskli
13:40 Á draumavinnustað hjá Google?
Bjarni Rúnar Einarsson, Site Reliability Engineer for Google
14:00
Kaffihlé
14:20 Aðferðafræði - yfirlit og samanburður á helstu tegundum aðferðafræði í hugbúnaðargerð - Glærur -
Aðferðafræði í hugbúnaðargerð er að jafnaði sprottin upp út tilteknum aðstæðum, einkennum verkefna og tíðaranda. Kjósi hugbúnaðarteymi að nýta sér aðgerðafræði sem á uppruna sinn í svipaðri vinnumenningu og viðskiptalegu umhverfi eru meiri líkur á að innleiðing aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem hún kallar eftir heppnist farsællega.
Helgi ÞórJónsson framkvæmdastjóri Kontext ehf
14:45
Öryggisúttektir í þróunarferli  - Glærur -
Erindið mun fjalla um það hvernig hægt er að tvinna saman öryggisúttektir við þróunarferli hugbúnaðar til að tryggja betur öryggi þess hugbúnaðar og kerfa sem þróuð eru. Útskýrð verður sú aðferðafræði sem hægt væri að beita við slíkar öryggisúttektir og hvernig hún gæti tengst heildar aðferðafræði prófana. Einnig verður farið yfir helstu hættur sem steðja að þróunaraðilum við vefþróun og mögulegar afleiðingar einfaldra mistaka sem geta leitt til alvarlegs tjóns.
Theódór Ragnar Gíslason, sérfræðingur í öryggismálum hjá Teris
15:10 Þjónustumiðuð högun - SOA –  Glærur -
Erindið fjallar um í hverju það felst fyrir fyrirtæki að færa sig frá kerfismiðaðri hugsun til þjónustumiðaðrar
Axel Valdemar Gunnlaugsson, upplýsingatækniarkitekt Símans
15:35 Samræmdar vefþjónustur íslensku bankanna - Glærur -
Á vettvangi íslenskra banka og sparisjóða hafa verið sett fram viðmið um vefþjónustur fyrir rafræna þjónustu. Fjallað er um þær ástæður er lágu að baki verkefninu, vali á þeim leiðum sem voru farnar, reynsluna af útfærslu eftir að verkefninu lauk og möguleika á frekari þróun
Kristinn Stefánsson sérfræðingur hjá upplýsinga- og tæknisviði Kaupþings
16:00 Samantekt ráðstefnustjóra
16:05 Ráðstefnu slitið
 

Ráðstefnustjóri er Guðbjörg Sigurðardóttir skrifstofustjóri á skrifstofu upplýsingasamfélagsins hjá forsætisráðuneytinu

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 11.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er  16.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis er 6.900 kr.


Í undirbúningsnefnd eru: Aðalgeir Þorgrímsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sveinn Hannesson, Hjálmar Gíslason og Jón Heiðar Þorsteinsson


01
02
03
04
05
06
07
08
09
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25

  • 20. nóvember 2007