10 Gig og hvað?
Frá því í árdaga internettenginga heimila hefur næsta skref þróunar alltaf kallað á samtal um „er þörf á þessu?“. Nú eru fjarskiptafélögin á Íslandi enn og aftur að sýna hvað í þeim býr og staðsetja Ísland kyrfilega sem eitt af leiðandi löndum í heiminum yfir tengimöguleika heimila og einstaklinga. Stækkun heimilistenginga gerir talsverðar kröfur á innviði, ekki bara hjá fjarskiptafélögum heldur líka innan veggja heimilisins, að mörgu er að huga. Það er þó ekki nóg að auka hraða að húsinu heldur þarf einnig að tryggja afhendingu nets til allra tækja ásamt að tryggja öryggi samskiptanna. Skyggnst verður í samskipti heimilanna á þessum áhugaverða hádegisfundi fjarskiptahópsins.
Dagskrá:
11:50 Húsið opnar
12:00 Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt
Framþróun í fjarskiptatækni hefur tekið miklum umbreytingum undanfarin áratug og er á ógnarhraða. Nethraði og gagnamagnsnotkun heimila er í brennidepli þessa stundina en hugtakið netgæði, sem nær yfir net upplifun heimila í landinu, er raunverulega mikilvægasti mælikvarðinn þar sem hraði er ekki alltaf lausnin til að mæta ólíkum þörfum neytenda.
Siggeir Örn Steinþórsson, Vodafone
Ef einhver hefði sagt við þig fyrir 30 árum síðan að einn daginn myndir þú labba um nær allar vökustundir með lítinn svartan spegil sem kæmist fyrir í lófa sem væri sjónvarp, ljósmyndavél, upptökuvél, diktafónn, hljómtækjastæða og sími sem gæti sent tölvupóst þá myndi þú varla trúa því. En hér erum við gangandi um alla daga með margmiðlunarvél sem tekur upp miklu betri myndbönd en þriggja kílóa VHS upptökuvélin hans Nonna frænda, bjartar og fallegar ljósmyndir og setur það beint upp í skýið að því loknu. Og hvað svo? Hvað eigum við að gera við allar þessar stafrænu minningar sem við framleiðum í þúsundatali? Prenta, skoða, deila, geyma? Atli Stefán Yngvason frá Tæknivarpinu fer í gegnum lífskeiði stafrænna minninga og hvernig á að njóta þeirra.
Atli Stefán Yngvason, Koala
Í þessum fyrirlestri mun Jón Helgason, eða Nonni eins og hann vill kalla sig fara yfir þær áskoranir sem standa frammi í að koma venjulegu heimili í 10 gig tengingu og auk þess fara yfir hvort það sé virkileg þörf á þessu. En Nonni er búin að hanga á netinu síðan á tímum IRC (sem var spjallvettvangur á þeim tíma) þegar hann var var með 28.8 bauda upphringi módem og teppti símalínuna á heimilinu. En hann gat ekki staðist þá áskorun að hoppa á 10gig vagninn, þó svo að hann hafi ekkert við það að gera, og ætlar að segja okkur aðeins frá þeirri vegferð.
Jón Helgason
Frá því kveikt var á fyrsta módeminu og það tengt við internetið hafa orðið stórstígar tækniframfarir og gríðarlegar breytingar á því hvernig við störfum, lifum, hegðum og skemmtum okkur. Samhliða þessu hefur internettengingin tekið miklum breytingum í takt við breytta tíma, stundum í hægfara skrefum en oft í RISA stökkum. Oft er þetta drifið áfram af þörf en stundum af tækni og getu. Færa má sterk rök fyrir því að þegar tæknin og getan er umfram þörfina því þá skapast aðstæður þar sem hegðun notenda, nýsköpun og framþróun eru engar skorður settar. Í þessum fyrirlestri þá verður þróun á afkastagetu nettenginga skoðuð í tengslum við framfarir í tækni, breytta hegðun notenda og leitast við að svara spurningunni hvort núna sé rétti tímapunkturinn að uppfæra í 10G
Ingvar Bjarnason, Míla
Áskoranir sem fylgja betri heimatengingum
Guðmundur Arnar Sigmundsson, CERT-ÍS
14:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um fjarskiptamál
-
6. desember 2023
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Aðkoma Sigtúnsmegin
-
Félagsmenn Ský: 8.300 kr.
Utanfélagsmenn: 14.900 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr. -
Mascarponefyllt og beikonvafin kjúklingabringa með seljurótar kartöflumús
Vegan: Blandað baunawellington með tómatkjötsósu, sætkartöflumauk og blaðsalat
Kaffi/te og sætindi á eftir