Mótum framtíðina saman
Sameiginleg vorráðstefna fyrir félaga Ský, Stjórnvísi, Mannauðs, ÍMARK og FVH. Fjölbreyttir fyrirlestrar úr mismunandi áttum viðskiptalífsins um framtíðina. Endum daginn á að stækka tengslanetið og skála fyrir framtíðinni og höldum svo út í vorið!
DAGSKRÁ
14:00 Velkomin
Allir memm! Ákvarðanataka framtíðar
Ákvarðanir eru teknar með margvíslegum hætti. Stundum tökum við ákvarðanir fyrir aðra - heila vinnustaði eða stóra hópa - og stundum eru teknar ákvarðanir fyrir okkur án þess að við höfum nokkuð um það að segja. Stundum „tökum við slaginn“ og stundum látum við ákvarðanir annarra bara yfir okkur ganga. Samningar eru það form ákvarðanatöku sem er í mestum vexti hvert sem litið er í samfélaginu eða samfélagi þjóðanna. Því fylgja ýmis tækifæri - og hættur - þar sem flest erum við ekkert sérstaklega góð í samningagerð.
Þarf alltaf að vera gaman?
Mun framtíðin vera skemmtileg, betri eða er partýið búið?
Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir
Er útlitið svart eða bjart? Hver eru líkleg áhrif gervigreindar, staðvinnu, tvinnvinnu og fjarvinnu á vinnustaði morgundagsins? Hvernig er líklegt að laun og vinnutími þróist? Spáum í það.
Stutt kaffihlé
Hvað vita hakkarar framtíðarinnar um þig?
Aðgengi að þínu stafræna fingrafari er aðgengilegra hökkurum en þú heldur. Sýnd verða dæmi um hvernig hakkarar framtíðarinnar geta auðveldlega fylgst með þér á netinu og hvernig hægt er að verjast því.
Húmor virkar - í alvöru
Rannsóknir sýna að húmor ekki aðeins auki vellíðan bæði andlega og líkamlega heldur einnig að Húmor stuðlar að betri árangri í atvinnulífinu. Húmorinn veitir okkur sannarlega gleði og er því gríðarlega mikilvægur hluti fyrirtækjamenningar. En þegar við erum farin að sjá að virkni Húmors skilar sér líka í sjálfan efnahaginn, þá er ekki spurnig að staldra við og leggja við hlustir. Húmor nefnilega virkar, í alvöru.
Ráðstefnustjóri
16:00 Skálum saman fyrir framtíðinni og tengjumst!
Léttar veitingar og tengslanetið stækkað í góðra vina hópi.
18:00 Partýið búið - haldið saman út í vorið!
-
16. maí 2023
-
kl. 14:00 - 18:00
-
Aðkoma Sigtúnsmegin
-
Þátttökugjald: 9.900 kr.Greiðist fyrirfram og ekki endurgreitt ef afboðað er eftir 14. maí.