Vefur 2,0 - Hádegisfundur um forritunarmál á vefnum
Vefur 2,0 - Ertu tilbúinn?
Hádegisverðarfundur um forritunarmál á vefnum
var haldinn fimmtudaginn 2. mars á Grand Hótel Reykjavík
Frá 12:00-14:00
Vefur 2.0 er stundum notað sem samheiti
yfir þá sýn að í dag sé eðli og notkun vefja á Netinu gjörbreytt frá
því sem var um aldamótin. Fjölmargir vefir hafa í dag allt aðra nálgun
og virkni en áður sást. Ef segja má að vefur 1.0 sé hin dæmigerða
birting upplýsinga á vefsíðu þá er vefur 2.0 vefsíða þar sem notandinn
getur nýtt sér fjölda miðla, gagnagrunna og virkni á mun fjölbreyttari
og virkari hátt en áður.
Margt er nefnt sem fellur undir þessa nýju skilgreiningu eins og að
hverfa frá hinu hefðbundna niðurnjörvaða síðulíkani yfir í umhverfi þar
sem stakir hlutir eru endurnýjaðir og tekur á sig mynd eftir innihaldi
(content) og að vefsetrin verði tölvugrunnur undir vefforit.
Notendur munu hætta að fletta vefsíðum en í staðinn ná í
gögn sem verða drifkrafturinn sem ýtir undir þátttöku
þvert á marga þar sem netáhrif verða víðtæk. Þegar dæmi eru tekin
um þróun í átt að Vef 2.0 er vísað í blogg, wiki, podcast og með notkun
RSS sem allt eru seinni tíma fyrirbæri á vefnum. Google Earth (Ajax) er
einnig dæmi um þessa nýju tækni.
Það er því ekki nema von að margvíslegar spurningar vakni þegar straumhvörf verða og á fundi Ský var ætlunin að koma inn á atriði eins og:
- Hvernig verða vefmælingar í þessu nýja umhverfi?
- Er vefhönnun liðin tíð?
- Hafa notendur miklu meiri áhrif en áður á innihald?
- Er hægt að verða með nýja sýn á gögn og samtengja frá ólíkum áttum?
- Þarf nýja vafra fyrir Vef 2.0 eða þarf að taka sérstakt tillit til nýrra vafra eins og á farsímum?
- Hvaða áhrif hefur Vefur 2.0 á landfræðilega staðsetningu gagna og afköst og hraða?
- Hvaða verkfæri þarf að hafa fyrir Vef
2.0?
Dagskrá:
12:00 |
Skráning fundargesta |
12:15 |
Setning fundarins og hádegisverður |
12:40 |
Tækifæri og ógnanir - Glærur - Sigmundur Halldórsson E-business Manager hjá FL Travel group |
13:00 |
Hvað er Ajax? Pétur Ágústsson TM-Software - Glærur - |
13:20 |
Ajax í þínu rekstrarumhverfi - Glærur - Ágúst Valgeirsson þróunarstjóri hjá Innn ehf. |
13:40 |
Umræður í lok fundarins |
13:55 |
Fundi slitið |
Fundarstjóri var Hugi Þórðarson verkefnastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Umferðastofu og formaður SVEF
Á matseðlinum var:
Ostagljáður karfi og steinbítur með risarækju, hvítvínsrisotto og
seljurótarsósu og í eftirrétt: peru og súkkulaðiterta með baileysrjóma
og jarðaberjum
-
2. mars 2006