Fjarskipti á breiðum grunni
Fjarskipti skipa æ stærri sess í íslensku samfélagi, farið verður yfir grunnþátt þeirrar þróunar sem orðið hefur á íslandi.
Er Nordunet stærsta fjarskiptakerfi sem enginn þekkir? Hver er þýðing IRIS fyrir samfélagið og hvers vegna er lagning hans mikilvæg. Mobile World Congress, stærstu tæknisýningu í heimi lauk nýverið og við fáum að heyra af því markverðasta frá þeirri sýningu.
Dagskrá:
11:50 Húsið opnar
12:00 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20 Ljósleiðarinn 50 ára
Saga ljósleiðarans á Íslandi. Hvaða áhrif hafði þróun ljósleiðarans á fjarskipti.
Sæmundur E. Þorsteinsson, Háskóli Íslands
12:40 Nordunet
Hvað er Nordunet og Geant og hvernig nýtist það stofnunum?
Jón Ingi Einarsson, RHNet
13:10 IRIS og útlandasambönd
IRIS hóf að flytja umferð 1. mars síðastliðinn til Dublin. Hvaða þýðingu hefur ÍRIS fyrir íslenskt samfélag og hvað er framundan næstu árin hvað varðar útlandasambönd.
Örn Orrason, Farice
13:30 Mobile World Congress – Samantekt
MWC er ein stærsta og virtasta fjarskiptaráðstefna í heimi og er haldin árlega af GSMA í Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og Afríku. Evrópuráðstefnan er þeirra stærst og hefur verið haldin í Barcelona síðustu árin og er óðum að ná fyrri styrk eftir COVID en ráðstefnan var ekki haldin 2020 og 2021. Að þessu sinni heimsóttu um 100 þús gestir ráðstefnuna, þ.á.m. fulltrúar frá Nova, ásamt fjölda fyrirlesara, birgja og samtaka.
Ólafur Magnússon, Nova
13:50 Umræður og spurningar
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Ragna Björk Ragnarsdóttir, Sýn
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um fjarskiptamál
-
15. mars 2023
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Aðkoma Sigtúnsmegin
-
Félagsmenn Ský: 7.500 kr.
Utanfélagsmenn: 13.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr. -
Bláberjalegið lambalæri, blandað grænmeti, kartöflubátar og rósmarínVegan: Blandað baunabuff með blönduðu salati og sesam vinaigretteKaffi/te og sætindi á eftir