Umsjónartól rekstrar í rekstri
Áhættumat á starfsfólki í tækniumhverfinu. Utanumhald yfir útstöðvar og verkfæri til að einfalda rekstur, hvað er til boða? Microsoft bindur áskriftar leyfi fyrir skýjaþjónustu nema þú sér tilbúinn að borga meira. Viðburðurinn er fyrir alla sem vinna við eða hafa áhuga á rekstri tölvukerfa.
Dagskrá:
11:50 Húsið opnar
12:05 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20 Hvað getur stafræn umbreyting þýtt fyrir rekstur grunnkerfa
Farið verður yfir hverju stafræn verkefni og kröfur breyta í grunnkerfum.
Eymundur Björnsson, Hafnarfjarðarbær
12:40 Fræðsla um tölvuöryggi - í dag og í framtíðinni
The human risk factor is responsible for 91% of all cybersecurity breaches. Jobs, reputations and supply chains are at risk. Close the gap with the only holistic solution for human risk management by assessing and training employees.
Ari Kristinn Jónsson, AwareGo
13:00 Hinar ýmsu gerðir umsjónartóla
Rekstraraðilum upplýsingakerfa standa til boða mörg og mismunandi verkfæri til að einfalda og auka gæði rekstrar. Hvort á að kaupa RMM, PSA? Á að skrá tíma eða ekki tíma? Þarf að mæla þjónustustig (SLA)? Þarf að kaupa nýtt (enn eitt!) kerfið eða á ég þetta kannski bara nú þegar? Á þetta ekki bara að gera allt sjálfkrafa fyrir mig og ég get farið til Tene?
Tryggvi R. Jónsson, Trigger
13:20 Nýtt leyfisform á mannamáli
Microsoft hefur tilkynnt breytingu á því hvernig viðskiptavinir kaupa og stjórna leyfum sínum í skýjarekstri. Þetta nýja áskriftarform heitir New Commerce Experience (NCE). NCE er ætlað að draga úr flækjustigi og spara viðskiptavinum kostnað með langtímabindingu. Helstu breytingar frá fyrra áskriftarformi felast í binditíma leyfa og hvort hægt sé að fækka leyfum á tímabilinu. Farið verður yfir þessar breytingar á áskriftarforminu og skilmála í kringum þá.
Sigrún Þorgilsdóttir, Opin Kerfi
13:30 Umræður
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Sigríður Hrund Pétursdóttir, FKA
-
2. mars 2022
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 6.500 kr.
Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr. -
Steikt ýsa í raspi með lauksmjöri, sýrðum gúrkum, kartöflum og blönduðu grænmeti
Kaffi/te og sætindi á eftir